Talgreining
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Talgreining er svið innan máltækni sem þróar aðferðir og tækni til að greina og þýða talað mál yfir í stafrænan texta. Skammstafanir eins og ASR (Automatic Speech Recognition) og STT (Speech to Text) eru einnig notuð um þetta svið. Talgreining samtvinnar þekkingu og rannsóknir úr málvísindum, tölvufræðum og rafmagnsverkfræði.
Talgreinir fyrir íslenskt mál hefur verið þróaður af Google. Annar talgreinir fyrir íslenskt mál hefur verið þróaður í Háskólanum í Reykjavík í samstarfi við Alþingi og er sá talgreinir gefinn út með opnu hugbúnaðarleyfi.[1]
Íslenskur talgreinir var tekinn formlega í notkun á Alþingi á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2019. Talgreinirinn greinir ræður þingmanna.[2]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads