Tallinn
höfuðborg Eistlands From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Tallinn (sögulegt nafn til 1918: Reval, á forníslensku Rafali eða Refalir) er höfuðborg og aðalhöfn Eistlands. Hún er staðsett í Harju-sýslu á norðurströnd Eistlands við Finnlandsflóa, 80 km suður af Helsinki. Íbúar Tallinn eru um það bil 454.000 manns (2023) og er flatarmál borgarinnar 159,2 km².
Stærsta vatnið í Tallinn heitir Ülemiste (9,6 km²) og er aðaldrykkjarvatnsforði borgarbúa. Sögulega nafnið Reval (latína: Revalia) er sænskt og þýskt (gömul sænska: Räffle).
Nafnið Tallinn (Tana-linn) merkir Danavirki. Danski fáninn, Dannebrog, er sagður hafa fallið af himni ofan í orrustu sem Danir háðu í Lyndanisse eins og Danir nefndu þá Tallinn, en orrustan var háð 15. júní, 1219.
Remove ads
Íbúafjöldi
Íbúafjöldi Tallinn frá 1372 til 2014:
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads