Taug
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Taug (fræðiheiti: nervus) er stórt taugasímaknippi, sem er hjúpað bandvef. Taug líkist símastreng að því leyti að taugasímarnir sjálfir eru einstakir vírar í strengnum, og svo eru mýlið, frumuslíðrið og bandvefjahulur einangrun. Sögulega hafa taugar verið taldar undirstaða úttaugakerfisins. Taugarnar eru boðleiðir fyrir rafefnafræðileg taugaboð með boðspennu sem flyst eftir taugasímanum að ytri líffærum líkamans, eða frá skyntaugum í úttaugakerfinu að miðtaugakerfinu. Hver taugasími er hluti af taugafrumu og er hjúpaður mýlisfrumum.

Hver taugasími er umlukinn bandvef sem nefnist taugaþráðahula (endoneurium) og liggur ásamt öðrum taugasímum í taugaknippi. Hvert taugaknippi er aftur umlukið taugastofnshulu (perineurium). Taugin sjálf er svo umlukin taugarhulu (epineurium). Taugafrumurnar eru flokkaðar í skyntaugar og hreyfitaugar.
Sambærilegar boðleiðir í miðtaugakerfinu nefnast taugabrautir.[1]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
