Japansýr
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Japansýr (fræðiheiti: Taxus cuspidata)[22] er tegund af ættkvíslinni Taxus sem vex í Japan, Kóreu, norðaustur-Kína og suðaustast í Rússlandi.
Þetta er stór sígrænn runni eða tré, að 10–18 m hátt, með stofn að 60 sm í þvermál. Barrið er lensulaga, flatt, 1 til 3 sm langt og 2 til 3 mm breitt, í spíral eða óreglulega út frá sprotunum, en sveigt svo það myndar þröngt v út frá þeim, nema á toppsprotanum þar sem spíralstaðan sést greinilega.
Blómin einkynja og plönturnar eru sérbýlisplöntur. Kvenblómið er eitt íhvolft fræblað, sem verður að rauðu aldini með einu fræi. Fræ egglaga, samþjöppuð, dálítið 3-4 köntuð. Frækápa rauð. Aldinin á Japansý eru oft nokkur saman í hóp, og því fleiri saman en hjá Taxus baccata.[23]
Vitað er að stöku tré frá Sikhote-Alin séu meir en 1000 ára gömul.[24]
Remove ads
Nytjar
Hann er víða ræktaður í austur Asíu og austur Norður Ameríku sem skrautrunni.
Ræktun á Íslandi
Hérlendis hefur hann verið ræktaður með góðum árangri. [heimild vantar]
- Nærmynd af barri
- Börkur
Eitrun
Allir hlutar runnans eru nægilega eitraðir til að drepa hest, að frátöldum berkönglinum (en fræið sjálft er mjög eitrað).[25] Fyrir hunda eru 2.4g á kg banvæn . Það er þessvegna mælt með því að halda heimilisdýrum frá plöntunni. Villt dýr eins og elgur og vapitíhjörtur hafa einnig orðið fyrir eitrun af honum.[26][27]
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads