Taxus

From Wikipedia, the free encyclopedia

Taxus
Remove ads

Taxus er ættkvísl smárra trjáa og runna af ýviðarætt (Taxaceae). Þeir eru tiltölulega seinvaxnir og langlífir, og verða 2.5 - 20 metra háir, með stofnþvermál að jafnaði 5 m.[1]

Thumb
Fræ af Taxus baccata
Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tegundir ...

Allar ýviðartegundir eru náskyldar hver annarri og sumir grasafræðingar líta á þær allar sem undirtegundir eða afbrigði af einni víðfemri tegund; samkvæmt því er tegundinun Taxus baccata, sem var fyrsta ýviðartegundin sem var lýst fræðilega.[2] Aðrir hinsvegar viðurkenna níu tegundir, til dæmis Plant List Geymt 31 mars 2019 í Wayback Machine.

Allar ýviðartegundir eru með mjög eitraðan alkalíóða að nafni taxane, með smávægilegum breytileika á milli tegunda. Allir hlutar trésins, nema aldinkjötið innihalda alkalíóðann. Aldinkjötið er ætt og sætt en fræin eru mjög eitruð; ólíkt hjá fuglum þá brotnar fræhjúpurinn niður í maga manna og losnar þá eitrið. Þetta getur verið banvænt ef fræin eru ekki fjarlægð fyrst. Beitardýr, sérstaklega kýr og hestar finnast stundum dauð nálægt ýviðartrjám eftir að hafa étið af barrinu, þó að dádýr geti brotið niður eitrið og éti af trjánum að vild. Lirfur fiðrilda af ætt Lepidoptera, þar á meðal Peribatodes rhomboidaria nærast á barri ýviða.

Thumb
Karlkynskönglar Taxus baccata
Thumb
Elsta pólska eintakið af ýviði (1200 ára)
Remove ads

Tegundir og blendingar

Thumb
4112 ára gamall ýviður í Tyrklandi

Feitletruð nöfn hafa verið nefnd í útgefnum ritum en eru ekki enn staðfest samkvæmt "International Code of Botanical Nomenclature"

Steingerfingar, útdauðar tegundir

  • útdauð Taxus engelhardtii – Oligocene, Bohemia, grein og barr, áþekkur T.mairei[3][4]
  • útdauð Taxus inopinata – Upper Miocene, barr, áþekk T. baccata[5]
  • útdauð Taxus masonii – Eocene Clarno Formation; Oregon, USA[6]
  • útdauð Taxus schornii – Miocene, norður Idaho[4]

Þekktir blendingar

Taxus × media = Taxus baccata × Taxus cuspidata[7] - Garðaýr

Taxus × hunnewelliana = Taxus cuspidata × Taxus canadensis[8]

Flestar heimildir viðurkenna þó bara eftirfarandi tegundir og blendinga:

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads