Torrijos-Carter-samningarnir

From Wikipedia, the free encyclopedia

Torrijos-Carter-samningarnir
Remove ads

Torrijos-Carter-samningarnir eru tveir samningar milli Bandaríkjanna og Panama sem tryggðu Panama yfirráð yfir Panamaskurðinum frá 1999, en Bandaríkin höfðu farið með stjórn skurðarins og aðliggjandi lands frá 1903. Samningarnir felldu úr gildi Hay-Bunau-Varilla-samningana frá 1903. Samningarnir draga nafn sitt af mönnunum sem undirrituðu þá, Jimmy Carter Bandaríkjaforseta, og Omar Torrijos herforingja í Þjóðvarðliði Panama.

Thumb
Jimmy Carter og Omar Torrijos takast í hendur eftir undirritun samninganna.

Samningarnir eru tveir. Sá fyrri fjallar um varanlegt hlutleysi í rekstri Panamaskurðarins, og gefur Bandaríkjunum rétt til hernaðaríhlutunar til að verja þetta hlutleysi.[1] Sá síðari kveður á um yfirfærslu á rekstri og vörnum skurðarins til Panamastjórnar í árslok 1999.[2]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads