Tómstundagaman

From Wikipedia, the free encyclopedia

Tómstundagaman
Remove ads

Tómstundagaman, tómstundaiðja eða hobbí eru athafnir sem fólk stundar í frístundum sér til ánægju og skemmtunar. Dæmigert tómstundagaman er söfnun ákveðinna tegunda hluta, ýmis listsköpun eða listræn afþreying, íþróttir og sjálfboðastarf. Tómstundagaman felur oft í sér tiltekna hæfni sem fólk tileinkar sér. Vinsældir tiltekinna tómstunda fylgja oft tískustraumum og samfélagsbreytingum. Þannig var til dæmis frímerkjasöfnun vinsæl á 19. og 20. öld þegar póstsendingar bréfa voru einn helsti samskiptamáti fólks yfir langar vegalengdir, og tölvuleikir hafa notið vaxandi vinsælda frá lokum 20. aldar. Með auknum frítíma almennings frá lokum 19. aldar hefur fólk varið meiri tíma og fé í tómstundir.

Thumb
Að skrifa greinar fyrir Wikipediu er dæmi um tómstundagaman.

Til eru alls konar tegundir tómstundaiðju sem fólk stundar ýmist eitt eða í hóp, eins og frímerkjasöfnun, skeljasöfnun, kuðungasöfnun, steingervingasöfnun, fuglaskoðun, lestaskoðun, flugvélaskoðun, módelsmíði, þrívíddarprentun, kjólasaumur, tertuskreytingar, matreiðsla, útivist, fjallganga, garðyrkja, djögl, töfrabrögð, búningaleikur, hjólreiðar, mótorhjól, origami, lestur, og margvíslegar íþróttir. Kanadíski félagsfræðingurinn Robert A. Stebbins flokkar tómstundir í óformlega afþreyingu (sem felur í sér sína eigin umbun, er skammlíf og krefst lítils undirbúnings), alvarlega afþreyingu (kerfisbundna ástundun sem leiðir til aukinnar kunnáttu og persónulegs árangurs), og loks verkefnabundna afþreyingu (gefandi iðju í eitt skipti).[1]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads