USCGC Alexander Hamilton

From Wikipedia, the free encyclopedia

USCGC Alexander Hamilton
Remove ads

USCGC Alexander Hamilton (WPG-34) var strandgæsluskip af Tressury-gerð sem var í þjónustu bandarísku strandgæslunnar. Skipið var nefnt eftir einum af landsfeðrum Bandaríkjanna og fyrsta fjármálaráðherra landsins, Alexander Hamilton.[1] Skipinu var sökkt af þýskum kafbát í Faxaflóa í janúar 1942 og var fyrsta skip strandgæslunnar til að vera sökkt í síðari heimsstyrjöldinni.[2]

Staðreyndir strax
Remove ads

Saga

Alexander Hamilton var smíðaður í New York Navy Yard fyrir bandarísku strandgæsluna.[1] Kjölurinn var lagður 11. september 1935 og var skipið sjósett þann 6. janúar 1937.[3] Strandgæslan hafði stytt nafnið í Hamilton það ár en tóku aftur upp fullt nafn í janúar 1942 eftir beiðni bandaríska sjóhersins til að forðast rugling við tundurspillinn USS Hamilton.[2]

Þann 29. janúar 1942 varð Alexander Hamilton fyrir tundurskeytum frá þýska kafbátnum U-132, sem hafði verið að vakta strandlengjuna á Íslandi nálægt Reykjavík.[1] Tuttugu menn fórust samstundis og sex seinna af sárum sínum. Eftir að skipinu hvolfdi 30. janúar var björgunartilraunum á því hætt og tundurspillirinn USS Ericsson sökkti flakinu með þremur fallbyssuskotum um 45 km frá landi.[1][2]

Remove ads

Flak

Flak skipsins fannst árið 2009 af Landhelgisgæslu Íslands. Þann 7. júlí það ár varð flugvél landhelgisgæslunnar, TF-SIF, vör við olíuflekk á Faxaflóa og beindist grunur fljótlega að skipsflaki. Í ágúst fann svo sjómælingabáturinn Baldur flakið á um 90 metra dýpi.[4]

Tilvísanir

Frekari lesning

Ytri tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads