Upphafsöld
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Upphafsöld er jarðsögulegt tímabil sem nær frá myndun jarðskorpunnar fyrir um 4000 milljón árum að súrefnisbyltingunni fyrir 2500 milljón árum þegar frumlífsöld hófst.[2] Á upphafsöld kólnaði yfirborð jarðar nægilega til að meginlandsflekarnir gætu myndast og líf gat hafist. Loftsteinaregnið mikla sem myndaði gíga á tunglinu fer saman við upphafs þessa tímabils.


Upphafsöld var áður látin ná frá myndun jarðar fyrir 4540 milljón árum. Undir lok 20. aldar var tekið að nota hugtakið hadesaröld yfir tímabilið fram að myndun storkubergs. Upphafsöld skiptist í frumupphafsöld (4000 til 3600 milljón árum fyrr), fornupphafsöld (3600 til 3200 milljón árum fyrr), miðupphafsöld (3200 til 2800 milljón árum fyrr) og nýupphafsöld (2800 til 2500 milljón árum fyrr).
Á upphafsöld var jörðin að mestu þakin vatni.[3] Megnið af jarðskorpunni var undir úthafi sem var dýpra en höf nútímans. Nánast öll jarðskorpa nútímans myndaðist á upphafsöld, en megnið af jarðmyndunum þess tíma hafa eyðilagst vegna flekahreyfinga.[4] Efnasamsetning lofthjúps jarðar var líka gerólík því sem hún er í dag. Hann var afoxandi lofthjúpur ríkur af metani og laus við óbundið súrefni.[5]
Elstu ummerki um líf á jörðinni eru frá upphafsöld. Það eru mest steingerðar örverubreiður sem mynda mottuberg.[6] Á öllu þessu tímabili voru einu lífverurnar einfaldir dreifkjörnungar (gerlar og fyrnur).[7] Ljóstillífun kom fram seint á tímabilinu hjá blágerlum. Hún olli varanlegum breytingum á efnasamsetningu vatns- og lofthjúps jarðar sem marka endalok upphafsaldar.[8]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
