Upptyppingar
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Upptyppingar eru móbergsfjöll í Ódáðahrauni vestan Krepputungu. Þeir mynda fjallaþyrpingu með nokkrum tindum og eru áberandi kennileiti þar á öræfunum. Jökulsá á Fjöllum rennur í sveig niður með þeim að austan. Upptyppingar eru myndaðir við gos undir jökli nálægt lokum síðasta jökulskeiðs. Þeir eru hluti af eldstöðvakerfi Kverkfjalla.
Tveir hæstu tindarnir eru 1084 og 987 metra háir.
Remove ads
Tenglar
- Fólk búi sig undir gos í Grímsvötnum og Upptyppingum; grein af Dv.is 14. apríl 2010 Geymt 17 apríl 2010 í Wayback Machine
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
