Map Graph

Upptyppingar

Upptyppingar eru móbergsfjöll í Ódáðahrauni vestan Krepputungu. Þeir mynda fjallaþyrpingu með nokkrum tindum og eru áberandi kennileiti þar á öræfunum. Jökulsá á Fjöllum rennur í sveig niður með þeim að austan. Upptyppingar eru myndaðir við gos undir jökli nálægt lokum síðasta jökulskeiðs. Þeir eru hluti af eldstöðvakerfi Kverkfjalla.

Read article