Usain Bolt

jamaískur spretthlaupari From Wikipedia, the free encyclopedia

Usain Bolt
Remove ads

Usain Bolt (fæddur 21. ágúst 1986) er jamaískur fyrrum spretthlaupari. Hann varð margsinnis ólympíumeistari, heimsmeistari og er heimsmethafi í 100 og 200 metra spretthlaupi karla ásamt 4×100 metra boðhlaupi.

Thumb
Usain Bolt.
Thumb
Usain bolt á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro árið 2016.

Á Ólympíuleikunum í Peking 2008 setti hann heims- og ólympíumet í báðum greinum, 9,69 sekúndur í 100 metrum og 19,30 sekúndur í 200 metrunum. Einnig setti jamaíska liðið heimsmet í 4x100 m hlaupi, 37,04 sekúndur á HM 2011, og hljóp Bolt seinasta sprettinn. Á heimsmeistaramótinu í Berlín í ágúst 2009 setti hann aftur heimsmet (sem stendur enn) í 100 m hlaupi er hann hljóp á 9,58 sekúndum, og í 200 m hlaupi, 19,19 sekúndur, og er hann fyrstur til að eiga samtímis heimsmet, Ólympíumeistaratitil og heimsmeistaratitil í báðum greinum. Bolt á einnig heimsmet unglinga í 200 m spretthlaupi (19,67 sek). Afrek hans hafa gert það að verkum að hann er jafnan kallaður „þrumufleygurinn“ (e. lightning Bolt) í fjölmiðlum.

Bolt var kjörinn frjálsíþróttamaður ársins árið 2008 af Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu.

Eftir Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum í London árið 2017 lagði Bolt skóna á hilluna. [1] Bolt reyndi fyrir sér í knattspyrnu með ástralska liðinu Central Coast Mariners árið 2018.

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads