Ouessant
sveitarfélag í Frakklandi From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Ouessant er eyja í Frakklandi vestan við Bretaníu. Hún myndar suðvesturodda Ermarsunds og norðvesturodda hins eiginlega Frakklands. Eyjan tilheyrir hefðbundnu sýslunni Léon sem nú er hluti af umdæminu Finistère. Eyjan nefnist Ushant á ensku og kemur víða fyrir sem landamerki við innsiglinguna í Ermarsund. Bretar og Frakkar hafa háð nokkrar sjóorrustur í nágrenni eyjarinnar.

Tæplega 1000 manns búa í eyjunni í þorpinu Lambaol. Þar er ræktað sérstakt sauðfjárkyn, Ouessant-fé, sem er norðurevrópskt stuttrófufé. Eyjan er hluti af Armoríkuþjóðgarðinum.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads