Vatnsorgel

From Wikipedia, the free encyclopedia

Vatnsorgel
Remove ads

Vatnsorgel (gríska: ὕδραυλις hydraulis) er pípuorgel þar sem vatn undir þrýstingi er notað til að þrýsta lofti í gegnum hljóðpípurnar þegar ýtt er á lyklaborðið. Vatnsorgel er þannig ekki með fýsibelg til að skapa loftþrýsting. Það var eignað gríska uppfinningamanninum Ktesibíosi sem bjó í Alexandríu á 3. öld f.o.t. Vatnsorgelið var fyrsta lyklaborðshljóðfæri heims og forveri pípuorgelsins.[1][2]

Thumb
Hljóðfæraleikarar með horn og vatnsorgel á rómverskri mósaíkmynd frá 2. öld.
Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads