Vefaukandi sterar

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Vefaukandi sterar (líka kallaðir anabólískir sterar, stundum einfaldlega sterar í daglegu tali) eru sterar af gerð karlhormóna. Nafnið nær bæði yfir náttúruleg karlhormón (eins og testósterón) og gervi-karlhormón sem hafa uppbyggingu og virkni sem svipar til testósteróns. Efnin eru kölluð vefaukandi því þau hvetja til próteinmyndunar í frumum og valda því að vöðvar (beinagrindarvöðvar) stækka. Þar að auki hvetja þau þroska karllegra einkenna, eins og skeggvaxtar.

Vefaukandi sterar voru fyrst búnir til á 4. áratug síðustu aldar og eru í dag notaðir sem lyf til að hvetja áfram vöðvamyndun, matarlyst, kynþroska hjá strákum, og til að koma í veg fyrir visnun hjá sjúklingum með krabbamein og alnæmi.[1]

Það getur leitt til heilsufarsvandamála að séu vefaukandi sterar notaðir lengi eða í stórum skömmtum,[2][3] helstu vandamálin eru brenglun á magni kólesteróls, bólur, hár blóðþrýstingur, lifrarskemmdir, og hjartavandamál.[4] Þeir geta líka valdið brjóstamyndun og minnkun eistna. Í konum og börnum valda þeir myndun karllegra einkenna, sú breyting er óafturkræf.[5]

Remove ads

Notkun í íþróttum

Notkun vefaukandi stera er bönnuð í flestum íþróttum. Þrátt fyrir það eru sterar misnotaðir í íþróttum. Íþróttamenn uppgötvuðu fljótlega að hægt var að nota vefaukandi stera til a bæta árangur í íþróttum. Rússneskum kraftlyftingamönnum voru gefnir sterar á 6. áratug 20. aldar. Notkun stera breiddist svo út á meðal kraftlyftingamanna út um allan heim en á 9. áratug seinustu aldar breiddust þeir út á meðal almennings og í dag eru flestir þeir sem nota stera ekki afreksíþróttamenn.[6] Vefaukandi sterar eru einnig notaðir í öðrum íþróttum eins og fótbolta, hafnabolta og frjálsum íþróttum, án þess að það sé leyfilegt.[7]

Remove ads

Tenglar

  • „Hvernig verka vefaukandi sterar?“. Vísindavefurinn.

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads