Viðskiptafræði

From Wikipedia, the free encyclopedia

Viðskiptafræði
Remove ads

Viðskiptafræði er fræðigrein sem fæst við rekstur fyrirtækja. Greinin skiptist í nokkrar megingreinar; stjórnun, reikningshald og markaðsfræði. Þó nær viðskiptafræði einnig til fjölbreyttra sviða sem fela í sér verkefnastjórnun, viðskiptaþróun, gæðastýringu (e. Quality assurance), gagnagreiningu, sölu, upplýsingatækni og hagfræði.

Thumb
Hafnarsena eftir Abraham Storck

Nauðsynlegt er að ljúka grunnámi í háskóla til að öðlast próf í viðskiptafræði. Námið varir venjulega þrjú ár[1].

Remove ads

Megingreinar

Viðksiptafræði skiptist í nokkrar megingreinar. Þrjár þeirra eru stjórnun, reikningshald og markaðsfræði[1].

Markaðsfræði

Markaðsfræði er fræðigrein sem fjallar um hvernig vara eða þjónusta er kynnt, dreift og seld til viðskiptavina. Hún felst í að skilja þarfir og óskir viðskiptavina, og hvernig best er hægt að mæta þeim með vöru eða þjónustu. Markaðsfræðin notast við ýmsar aðferðir til að ná markmiðum sínum, sem geta verið mismunandi eftir fyrirtækjum, vörum og mörkuðum.

Stjórnun

Stjórnun í samhengi fyrirtækisins felst í að skipuleggja, stýra og hafa eftirlit með starfsemi þess og starfsmannahaldi.

Reikningshald

Reikningshald er bókhald og umsjón fjármála fyrirtækis samkvæmt reikningsskilareglum. Á Íslandi skal lögum samkvæmt framkvæma reikningsskil samkvæmt reglum Reikningsskilaráðs Íslands.

Remove ads

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads