Vilko

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Vilko ehf. er íslenskt matvælafyrirtæki sem starfar á Blönduósi. Fyrirtækið framleiðir margskonar vörur fyrir íslenskan markað, s.s. sultur, grauta, súpur, vöfflur, krydd o.s.frv. Fyrirtækið var stofnað í Kópavogi 1969 af Jóni Ingimarssyni og framleiddi þá þurrsúpur. Nafnið Vilko var þó eldra því að bróðir Jóns, Lárus Ingimarsson, hafði rekið efnagerð undir þessu nafni frá árinu 1949.[1] Kaupfélag Húnvetninga keypti fyrirtækið 1985 og var framleiðslan flutt til Blönduóss 1986[2].[3]

Verksmiðjuhús fyrirtækisins við Efstubraut 2 eyðilagðist í miklum bruna 28. september 2004 en starfsemin hófst á nýjan leik í nýju húsnæði í nóvember sama ár.[4]

Remove ads

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads