Viscum

From Wikipedia, the free encyclopedia

Viscum
Remove ads

Viscum er ættkvísl 70–100 tegunda mistilteina, ættaðir frá tempruðum og hitabeltissvæðum Evrópu, Afríku, Asíu og Ástralasíu. Hingað til hefur ættkvíslin verið í sinni eigin ætt; Viscaceae, en nýlegar erfðafræðirannsóknir "Angiosperm Phylogeny Group" sýna að hún tilheyri innan sandalviðarætt, Santalaceae.

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tegundir ...

Þetta eru viðarkenndar, hálfsníkjujurtir runnar með 15 til 80 sm langar greinar. Hýslar þeirra eru viðarkenndir runnar og tré. Blöðin koma lárétt út frá greinunum, eru í gagnstæðum hvirfingum og eru með nokkra ljóstillífun (minniháttar í sumum tegundum, sérstaklega V. nudum), en jurtin dregur steinefni og vatn úr hýslinum. Mismunandi tegundir af Viscum vaxa yfirleitt á mismunandi hýsiltegundum; flestar tegundir vaxa á mismunandi hýsiltegundum.

Blómin eru óásjáleg, grængul, 1 - 3 mm í þvermál. Berin eru hvít, gul, rauðgul eða rauð þegar þau þroskast, með eitt eða fleiri fræ í mjög klístruðum vökva; fræjunum er dreift þegar fuglar éta berin, og fjarlægja þeir berin með því að þurrka þau af gogginum með því að nudda honum við greinar þar sem þau geta spírað.

Remove ads

Eituráhrif í Viscum

Viscum tegundir eru eitraðar mönnum; að éta berin gerir púlsinn veikan og heftarlegar meltingartruflanir.[1] Að minnsta kosti eitt af virkum efnum hans er lektín viscumin, sem er verulega eitrað.[2] Þrátt fyrir þetta hafa margar tegundir dýra aðlagast því að borða ávöxtinn sem verulegum hluta næringar þeirra.[3]

Valdar tegundir

Thumb
Mistilteinn (Viscum album) með berjum
  • Viscum album – Evrópskur mistilteinn
  • Viscum articulatum
  • Viscum bancroftii
  • Viscum capense
  • Viscum coloratum
  • Viscum combreticola Engl.
  • Viscum cruciatum
  • Viscum diospyrosicola
  • Viscum fargesii
  • Viscum liquidambaricola
  • Viscum loranthi
  • Viscum minimum
  • Viscum monoicum
  • Viscum multinerve
  • Viscum nudum
  • Viscum orientale
  • Viscum ovalifolium
  • Viscum rotundifolium L.f.
  • Viscum triflorum
  • Viscum whitei
  • Viscum yunnanense


Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads