Wolverhampton

From Wikipedia, the free encyclopedia

Wolverhampton
Remove ads

Wolverhampton (borið fram [ˌ/wʊlvərˈhæmptən/]) er borg í Vestur-Miðhéruðum á Englandi. Árið 2017 var íbúafjöldinn um það bil 256.000 manns. Hún er þrettánda þéttbyggðasta borg Englands.

Thumb
Útlínur Wolverhampton.
Thumb
Wightwick Manor.
Thumb
Queen square.

Áður var Wolverhampton hluti af Staffordshire en hefur verið hluti Vestur-Miðhéraða frá árinu 1974. Nafn borgarinnar á hugsanlega rætur sínar í frú Wulfrun sem á að hafa stofnað borgina árið 985; nafnið er talið hafa ummyndast úr engilsaxneska orðinu Wulfrūnehēantūn sem þýðir „landareign eða gerði Wulfrunar“. Aðrar kenningar vilja meina að það gæti verið komið af nafni á mersískum konungi sem hét Wulfere. Nafnið „Wulfruna“ er notað víða í borginni.

Nafnið er oft stytt sem W’ton eða Wolves. Slagorð borgarinnar er „Out of darkness, cometh light“ (þýð. Úr myrkri rís ljós). Íbúar Wolverhampton nefnast Wulfrunians.

Wolverhampton sérhæfði sig upphaflega í ullarverslun, en með iðnbyltingunni varð borgin þekkt sem miðstöð iðnaðar, og þá helst fyrir námugröft (aðallega kol, kalkstein og járn) og fyrir framleiðslu á stáli, japanlakki, lásum, mótorhjólum og bifreiðum. Núna eru höfuðatvinnugreinarnar heilsutengdar atvinnugreinar, framleiðsla og þjónusta.

Knattspyrnulið borgarinnar er Wolverhampton Wanderers F.C. og er í ensku úrvalsdeildinni.

  Þessi Englandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads