Enska úrvalsdeildin
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Enska úrvalsdeildin er efsta atvinnumannadeildin í knattspyrnu á Englandi (og Wales). Hún er vinsælasta deild í heimi og einnig sú arðbærasta. Henni er sjónvarpað til 212 landa og svæða til um 650 milljón heimila. Tímabil deildarinnar er frá ágúst og fram í maí, liðin eru 20 og eru alls 38 leikir á lið. Neðstu þrjú liðin falla í lok tímabils og þrjú lið koma í staðinn á næsta tímabili úr ensku meistaradeildinni. Meðaltal áhorfenda á leikjum er 36.000 sem er það annað mesta í heiminum á eftir þýsku Bundesliga.
Remove ads
Söguágrip
Enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992 af félögunum í gömlu fyrstu deildinni sem hafði verið starfrækt í 104 ár. Alls hafa 49 lið tekið þátt í deildinni frá upphafi. Fyrst um sinn voru lið yfir hvert tímabil 22 en tímabilið 1995-1996 var liðum fækkað í 20.
Eftir aldamót var farið að tala um stóru 4 liðið (Big four): Manchester United, Liverpool, Chelsea og Arsenal. En eftir 2010 var farið að tala um stóru sex (Big six), þá voru Tottenham Hotspur og Manchester City komin hóp stærri liða. Manchester City vann titillinn tímabilið 2011–12 og varð fyrsta liðið utan hinna stóru fjögurra til að vinna deildina síðan Blackburn Rovers tímabilið 1994–95.
Tímabilið 2003–04 var Arsenal taplaust og er það í eina skipti sem það hefur gerst. Liðið var kallað Hinir ósigrandi (e. The invincibles) fjögur lið hafa unnið Meistaradeild Evrópu: Liverpool (2005), Manchester United (2008) og Chelsea (2012), Manchester City (2023)
Sjö lið hafa unnið deildina hingað til: Manchester United (13), Arsenal (3), Manchester City (8), Chelsea FC (5) Blackburn Rovers (1), Liverpool FC (2) og Leicester City (1).
Með flest mörk á einu tímabili er Erling Haaland með en hann sló metið tímabilið 2022-2023. Áður var Mohamed Salah með 32 mörk og með 31 mark deildu metinu Alan Shearer, Cristiano Ronaldo, Luis Suárez. Thierry Henry hefur oftast verið markakóngur eða 4 sinnum.
Tímabilið 2019-2020 hóf deildin að nota VAR-myndbandsdómgæslu. Tímabilið 2022-2023 fjölgaði skiptingum úr 3 í 5 leikmenn á leik.
Sigurvegarar ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi
Remove ads
Lið tímabilið 2025-2026
Remove ads
Tölfræði
Markahæstu menn frá upphafi (yfir 100 mörk)
Uppfært 20.5. 2025. Feitletraðir leikmenn spila enn í PL.
Stoðsendingar
Leikmenn sem enn eru spilandi feitletraðir. Uppfært 20.5. 2025.
Leikmenn með meira en 500 leiki spilaða
Uppfært 1.2. 2025.
Markmenn
uppfært í jan. 2023
Mörk úr aukaspyrnum
Uppfært í maí 2025.
Markahæstu Íslendingar í ensku úrvalsdeildinni
Uppfært 16/4 2021.
Fjöldi stoðsendinga Íslendinga í Premier League
Uppfært 20/5 2021.
Remove ads
Tengt efni
Enska úrvalsdeild kvenna er efsta deild kvennaknattspyrnunnar á Englandi.
Heimildir
- Fyrirmynd greinarinnar var „Premier League“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. apríl 2018.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Premier League records and statistics“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. feb. 2021.
- „Premiership club-by-club guide“, BBC Sport, skoðað 7. maí 2007.
- „Premier League Geymt 13 júní 2006 í Wayback Machine“, skoðað 7. maí 2007.
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads