Yukio Hatoyama

Japanskur stjórnmálamaður From Wikipedia, the free encyclopedia

Yukio Hatoyama
Remove ads

Yukio Hatoyama (japanska: 鳩山 友紀夫; f. 11. febrúar 1947) er japanskur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Japans frá 2009 til 2010.

Staðreyndir strax Forsætisráðherra Japans, Þjóðhöfðingi ...

Hatoyama er af ríkri og voldugri stjórnmálaætt. Hann er barnabarn Ichirō Hatoyama, var forsætisráðherra Japans á sjötta áratugnum og hinn afi hans stofnaði Bridgestone, stærsta dekkjaframleiðslufyrirtæki heims. Faðir Hatoyama var utanríkisráðherra Japans á áttunda áratugnum hans og bróðir hans var ráðherra í ríkisstjórn Tarō Asō.[1] Eiginkona hans, Miyuki Hatoyama, er leik­kona, mat­reiðslu­bóka­höf­und­ur, fata­hönnuður og sjón­varps­stjarna.[2]

Hatoyama var leiðtogi Lýðræðisflokksins, sem vann stórsigur gegn ríkisstjórn Frjálslynda lýðræðisflokksins í þingkosningum Japans árið 2009. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hafði þá farið nánast óslitið með völd í Japan í hálfa öld. Í kosningabaráttunni hafði Lýðræðisflokkurinn boðað öflugra velferðarkerfi og að breyttri utanríkisstefnu með nánara sambandi við Asíu og auknu sjálfstæði gagnvart Bandaríkjunum.[1] Japanska þingið staðfesti kjör Hatoyama til forsætisráðherra þann 16. september 2009.[3]

Í kosningabaráttunni hafði Hatoyama lofað að beita sér fyrir því að herstöð Bandaríkjanna á Okinawa yrði lokað. Í maí 2010 tilkynnti Hatoyama hins vegar að herstöðin fengi að vera þar áfram og bað kjósendur afsökunar á því að hafa gengið á bak orða sinna.[4] Hatoyama sagði síðan af sér þann 3. júní 2010 eftir aðeins átta mánuði í embætti. Hann sagði ástæðuna vera bæði fjármögnunarhneyksli og ákvörðunina um að leyfa bandaríska hernum að halda herstöðinni og sagðist hafa brugðist trausti þjóðarinnar.[5]

Hatoyama heimsótti Krímskaga árið 2015 og fullyrti að innlimun Rússlands á Krímskaga hefði verið lögleg. Hann spáði því jafnframt ranglega að Úkraína og Atlantshafsbandalagið myndi gera kjarnorkuárás á Rússland árið 2023.[6][7]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads