Gasaströndin er mjótt landsvæði í Mið-Austurlöndum við botn Miðjarðarhafsins og er ekki viðurkennt sem hluti neins sjálfstæðs ríkis de jure. Það dregur nafn sitt af Gasaborg sem er stærsta borgin á svæðinu. Langflestir íbúanna eru Palestínumenn og svæðið er að nafninu til undir stjórn heimastjórnar Palestínumanna, en svæðin kringum landnemabyggðir Ísraelsmanna, helstu vegir og landamæri eru undir stjórn Ísraelshers.

Thumb
Kort af Gasaströndinni.

Gasaströndin er 360 km2 og þar búa yfir 2,3 milljónir manna (2023).

Gasaströndin er eitt þeirra svæða sem Ísraelar hertóku í Sex daga stríðinu 1967. Samkvæmt Oslóarsamkomulaginu frá 1993 heyrir Gasaströndin undir heimastjórn Palestínumanna og er ásamt Vesturbakkanum hluti heimastjórnarsvæða Palestínumanna.

15. ágúst 2005 hóf ríkisstjórn Ariels Sharon niðurrif landnemabyggða og brottflutning gyðinga og herstöðva Ísraelshers frá Gasaströndinni. Ísrael mun þó halda stjórn yfir hafsvæðinu undan ströndinni og mjórri landræmu með fram landamærunum við Egyptaland.

Gasa hefur átt í miklum hernaðarátökum við Ísrael m.a. árin 2014 og 2023 þar sem þúsundir hafa látist.

Tengt efni

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.