Lindá er bergvatnsá, sem hefur upptök sín í lindum eða uppsprettum þar sem grunnvatn sprettur úr jörðu. Hiti og vatnsmagn lindáa eru tiltölulega jöfn allt árið og við upptökin leggur þær ekki að vetri, jafnvel ekki í mestu frostum. Lindár eru tærar og flóð og vatnavextir verða sjaldan í þeim. Bakkar þeirra eru vel grónir niður að vatnsborði og gróðurríkir hólmar með blómskrúði setja oft svip sinn á þær. Stærstu lindár Íslands tengjast hraunum og sprungusvæðum, þess vegna er meira um lindár í og við gosbelti landsins en annars staðar.

Thumb
Laxá í Aðaldal er lindá
Thumb
Elliðaárnar í Reykjavík eru lindár

Stærsta lindá á Íslandi er Sogið, sem rennur úr Þingvallavatni og myndar Ölfusá þar sem það rennur í Hvítá. Aðrar stórar lindár eru til dæmis Laxá í Aðaldal, Brúará og Ytri-Rangá.

Tengt efni

Heimild

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.