Sínaískagi

From Wikipedia, the free encyclopedia

Sínaískagi

Sínaískagi (arabíska: شبه جزيرة سيناء, Shibh Jazirat Sina) er þríhyrndur skagi sem skagar út í Rauðahaf og tilheyrir Egyptalandi. Hann afmarkast af Miðjarðarhafinu í norðri, Súesflóa og Súesskurðinum í vestri og Akabaflóa og landamærum Egyptalands og Ísraels í austri. Sínaí-skagi er sá hluti Egyptalands sem tilheyrir Suðvestur-Asíu, en aðrir hlutar landsins eru í Norður-Afríku.

Thumb
Sínaí-skagi, með Súesflóa vinstra megin og Akabaflóa hægra megin.

Skaginn er að mestu leyti eyðimörk. Á suðurhluta skagans er Sínaí-fjall þar sem Móses tók samkvæmt Biblíunni við steintöflum með boðorðunum tíu.

Sigdalurinn mikli liggur austan megin við skagann.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.