Árnessýsla
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Árnessýsla var ein af sýslum Íslands. Sýslur eru ekki lengur stjórnsýslueiningar á Íslandi, en nafnið er enn notað til að vísa til svæðisins.
Árnessýsla er staðsett á Suðurlandi milli Þjórsár í austri og Hellisheiðar í vestri en náði þó vestur yfir Svínahraun, niður undir Gunnarshólma. Svæðið einkennist af landbúnaði og ferðaþjónustu, sem eru meginatvinnuvegirnir.
Í neðanverðri sýslunni er Flóinn svonefndi, mýrarsvæði milli Þjórsár, Hvítár (neðar Ölfusár) og strandarinnar. Ofar er þurrlendara og fjallendi inn til landsins. Þingvallavatn, stærsta vatn landsins, er í sýslunni, sem og þekktir ferðamannastaðir eins og Gullfoss, Geysir, Þingvellir og Þjórsárdalur.
Sýslan dregur nafn sitt af eyjunni Árnesi í Þjórsá þar sem þing voru haldin til forna.
Remove ads
Sveitarfélög
Á svæðinu eru eftirfarandi sveitarfélög (fyrrverandi innan sviga):
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads