Íslenska stafrófið

32 bókstafa stafróf íslensku From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Íslenska stafrófið er stafróf sem er notað til að skrifa íslensku. Íslenska stafrófið hefur 32 bókstafi, en 26 ef broddstafir eru ekki taldir með. Það á uppruna sinn í latneska stafrófinu, sem á rætur að rekja til gríska stafrófsins. Í stafrófinu eru eftirfarandi bókstafir:[1]

AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ
aábdðeéfghiíjklmnoóprstuúvxyýþæö
Íslenska stafrófið
AaÁáBbDdÐðEe
ÉéFfGgHhIiÍí
JjKkLlMmNnOo
ÓóPpRrSsTtUu
ÚúVvXxYyÝýÞþ
ÆæÖö

Broddarnir (´) yfir sérhljóðum tákna hvorki breytileika í áherslu né lengd heldur annað hljóðgildi.[1] Þrettán bókstafir tákna sérhljóð: a, á, e, é, i, í, o, ó, u, ú, y, ý, æ, ö, auk þess mynda eftirfarandi tvíhljóð: au, ei, ey. Átján bókstafir tákna samhljóð: b, d, ð, f, g, h, j, k, l, m, n, p, r, s, t, v, x, þ. Tveir sérstafir eru í stafrófinu en þeir eru þorn og en stafurinn Þ hefur verið í stöðugri notkun í íslensku frá upphafi.[1]

Íslenskan hefur 8 einhljóð: a, e, i, í, o, u, ú, ö. Tvíhljóðin eru au, á, ei, ey, ó og æ, auk þess tvíhljóðast sérhljóðin e, o og ö þegar þau eru borin fram löng. Tvíhljóðin [oi] og [Yi] eru til en myndast einungis með sérhljóði og samhljóðinu g (og / ug). Íslenskan hefur 30 samhljóð: b, d, ð, f, g, [gj], [g], h, j, [J], k, [kj], l, [L], m, [M], n, [N], [ng], [Ng], [nj], [Nj], p, r, [R], s, i, v, [x], þ.[2]

Stafurinn Z var einu sinni hluti af stafrófinu en var tekinn út árið 1973 vegna þess að z er í íslensku borin fram eins og s og þótti því ástæða til að einfalda stafsetningu. Samtímis var rætt um að fella út y og ý en ekki náðist samstaða um það.[3]

Stafirnir C, Q, W, og Z eru ekki notaðir almennt í íslensku, en koma fyrir í sumum nöfnum sem Íslendingar bera, aðallega ættarnöfnum, og eru á íslensku lyklaborði. Margir telja að þeir ættu að vera með í íslenska stafrófinu, enda er stafrófið fyrst og fremst tæki til þess að raða orðum og/eða nöfnum í „rétta“ röð. Séu þessir stafir ekki á ákveðnum stað í stafrófinu getur enginn sagt hvar raða skal nöfnum eins og Carl eða Walter, sem bæði eru vel þekkt hérlendis. Stafrófið var kennt í íslenskum skólum með þessum stöfum allt fram undir 1980. Þá var stafrófið þannig: a, á, b, c, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, q, r, s, t, u, ú, v, w, x, y, ý, z, þ, æ, ö. Alls 36 stafir.[4][5]

Remove ads

Íslenskar stafrófsvísur

Þessi vísa hefur nýlega fest sig í sessi:[4]

A, Á, B, D, Ð, E, É,

F, G, H, I, Í, J, K.
L, M, N, O, Ó og P,
eiga þar að standa hjá.

R, S, T, U, Ú, V næst,
X, Y, Ý, svo Þ, Æ, Ö.
Íslenskt stafróf er hér læst
í erindi þessi skrítin tvö.

 

Hér er svo upprunalega útgáfan af vísunum. Þær birtust fyrst í stafrófskveri séra Gunnars Pálssonar í Hjarðarholti, Lítið ungt stöfunarbarn, sem var prentað í Hrappsey 1782, og eru taldar vera eftir hann. Þessi útgáfa hefur lengi verið sú algengasta, en á seinni árum hefur J og V þó yfirleitt verið bætt inn (þeir stafir eru skáletraðir):[6]

a, b, c, d, e, f, g

eftir kemur h, i, j, k
l, m, n, o, einnig p,
ætla eg q þar standi hjá.

r, s, t, u, v eru þar næst
x, y, ý, z, þ, æ, ö
allt Stafrófið er svo læst
í erendi þessi lítil tvö.

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads