Þjóðnýting

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Þjóðnýting er heiti á því ferli að taka hluti úr einkaeign og færa þá í almannaeign ríkis eða ríkisstjórnar.[1] Andstæðan við þjóðnýtingu er einkavæðing. Iðnaðir sem gjarnan eru þjóðnýttir eru til dæmis símfyrirtæki, orkuver, jarðefnaeldsneyti, járnbrautir, flugfélög, járnnámur, fjölmiðlar, póstþjónustur, bankar og vatnslagnir.

Þjóðnýting fer stundum fram án endurgjalds til fyrri eigenda. Í sumum tilfellum fer þjóðnýting fram þegar ríki gerir upptæka hluti sem einkaaðilar hafa eignað sér á ólöglegan máta. Árið 1945 þjóðnýtti franska ríkisstjórnin til dæmis bílaframleiðandann Renault þar sem fyrirtækið hafði unnið með hernámsliði nasista í Frakklandi.[2]

Þjóðnýting er ólík félagsvæðingu, sem vísar til endurskipulagningar hagkerfis og fjármálastofnana í átt að sósíalisma. Þjóðnýting felur ekki endilega í sér að eignir fari í samfélagseign, né að efnahagskerfinu sé umbylt. Þjóðnýting sem slík hefur ekkert með sósíalisma að gera og hefur sögulega verið framkvæmd af ýmsum ástæðum í margvíslegum stjórarförum og efnahagskerfum.[3] Frjálshyggjumenn og fylgjendur efnahagsfrjálslyndis eru þó yfirleitt mótfallnir þjóðnýtingu og líta á hana sem ofríki ríkisvaldsins í efnahagsstjórn og einkamálum borgara.

Remove ads

Endurgjald

Þar sem þjóðnýttur iðnaður er í ríkiseign ber ríkisstjórnin ábyrgð á skuldum hans. Þjóðnýttir iðnaðir taka yfirleitt ekki lán af innanlandsmörkuðum nema til skamms tíma. Ef iðnaðurinn skilar hagnaði er hann gjarnan notaður til að fjármagna aðrar ríkisstofnanir, til dæmis velferðarþjónustur og rannsóknarverkefni, sem ætlað er að lækka skattbyrði.

Cordell Hull, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti ríkjandi sjónarmiðum vesturlanda um endurgjald þjóðnýttra eigna árið 1938 þegar olíuiðnaður Mexíkó var þjóðnýttur og sagði að endurgjald fyrir þjóðnýttar eignir ætti að vera „fljótt, skilvirkt og fullnægjandi“. Samkvæmt þessu sjónarmiði ber ríkjum samkvæmt alþjóðalögum að endurgjalda aðila sem er sviptur eignum sínum í þjóðnýtingu fullt andvirði þjóðnýttu eignarinnar.

Þróunarríki vísa gjarnan til andstæðs sjónarmiðs, sem gerir ráð fyrir því að endurgjald fyrir þjóðnýttar eignir sé málefni sem hverju fullvalda ríki beri að ákveða fyrir sig. Þetta sjónarmið er í samræmi við hina svokölluðu Calvo-kenningu.

Í sósíalískum ríkjum er ekki gert ráð fyrir að ríkið endurgjaldi eigendum þjóðnýttra eigna þar sem álitið er að einkaeign á félagsvæddum eignum sé í eðli sínu ólögmæt eða standi í vegi frekari efnahagsþróunar.

Árið 1962 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktun nr. 1803 um „varanlegt fullveldi yfir þjóðarauðlindum“. Samkvæmt ákvæðinu skal við þjóðnýtingu greiða fyrrum eiganda þjóðnýttu eignarinnar „viðeigandi endurgjald í samræmi við alþjóðalög“. Með þessari ályktun höfnuðu Sameinuðu þjóðirnar bæði sjónarmiði Calvo-kenningarinnar og sjónarmiðum kommúnista. Orðalagið „viðeigandi endurgjald“ felur í sér málamiðlun á milli hins hefðbundna sjónarmiðs, sem tekur tillit til sérþarfa þróunarríkja til þess að koma á kerfisumbótum þótt ekki sé hægt að greiða endurgjald að fullu, og áherslu vesturlanda á verndun eignarréttar.

Í Bandaríkjunum gerir fimmti viðauki stjórnarskrárinnar kröfu um sanngjarnt endurgjald ef einkaeign er tekin eignarnámi í almenningsþágu.

Remove ads

Pólitískur stuðningur

Þjóðnýting var ein af leiðunum sem umbótasinnaðir sósíalistar og sósíaldemókratar mæltu með sem skref í átt að sósíalisma. Í því samhengi var tilgangurinn með þjóðnýtingu að gera upptækar eigur ríkra kapítalista, endurbeina iðnaðararðinum í þjóðarsjóði og koma á fót einhvers konar sjálfsstjórn verkamanna sem milliþrepi í átt að sósíalísku efnahagskerfi.[4]

Eftir seinni heimsstyrjöldina fóru Verkamannaflokkurinn í Bretlandi og ýmsir jafnaðarflokkar í Evrópu að styðja þjóðnýtingu. Þótt þjóðnýting hafi stundum verið notuð sem aðferð í uppbyggingu sósíalisma hefur oftar verið gripið til hennar til að vernda og þróa iðnaði sem eru taldir nauðsynlegir fyrir samkeppnishæfni ríkja (til dæmis flugþjónustur og skipasmíði), eða til þess að vernda störf í tilteknum atvinnugeirum.

Talað er um endurþjóðnýtingu þegar ríkiseignir eru einkavæddar og síðar þjóðnýttar á ný, oft þegar stjórnarskipti hafa orðið og nýr stjórnmálaflokkur er við stjórnvölinn.

Remove ads

Hagfræðileg greining

Þjóðnýting getur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á efnahag ríkja.[5] Árið 2018 var komist að þeirri niðurstöðu í rannsókn Stanford á kínverskum fyrirtækjum að fyrirtæki í ríkiseign væru talsvert afkastameiri.[6]

Eignarnám

Talað er um eignarnám þegar ríkisstofnun gerir einkaeign upptæka vegna meintra almannahagsmuna. Stundum er eignarnámi einnig beitt í refsingarskyni fyrir glæpi.[7]

Vegna pólitískrar áhættu sem fylgir milliríkjaverslun er mikilvægt að gera sér grein fyrir áhættu á eignarnámi og lögum innan ríkja þar sem viðskipti fara fram til þess að skilja áhættur sem fylgja fjárfestingum innan þeirra.[8]

Remove ads

Dæmi um þjóðnýtingar

Meiriháttar þjóðnýting var framkvæmd í Mexíkó árið 1938 þegar mexíkóski forsetinn Lázaro Cárdenas undirritaði tilskipun um eignarnám á nánast öllum olíufélögum í eigu erlendra aðila í landinu. Þessi þjóðnýting hafði í fyrstu mjög neikvæð á efnahag Mexíkó þar sem erlend olíufélög settu í kjölfarið verslunarbann á mexíkóska olíu, sem dró mjög úr olíuútflutningi frá landinu.[9] Mexíkó fór þó síðar að hagnast á þjóðnýtingu olíulindanna og ríkisolíufélagið Pemex gegndi lykilhlutverki í „mexíkóska efnahagsundrinu“ svokallaða.[10] Önnur ríki fylgdu brátt fordæmi Mexíkó og fjölmörg ríki í Rómönsku Ameríku þjóðnýttu einnig olíulindir sínar.

Í Venesúela hófst stórtæk eignarnámsáætlun árið 2007 sem gerði ríkinu kleift að þjóðnýta þúsundir fyrirtækja og landeigna með þeim röksemdum að land sem ekki væri nýtt til ræktar bæri að nota til að tryggja „matvælaöryggi og fullveldi“.[11] Eignarnám og þjóðnýting voru meðal helstu einkenna stjórnartíða fyrrum forsetans Hugo Chávez og núverandi forseta, Nicolásar Maduro. Afleiðingarnar hafa verið neikvæðar fyrir efnahag landsins.[12]

Síle

Árið 1972 þjóðnýtti ríkisstjórn Síle þá hluta koparnámuiðnaðarins sem voru í erlendri einkaeign. Þjóðnýtingarferlið hófst í stjórnartíð Carlos Ibáñez del Campo og var lokið í stjórnartíð Salvadors Allende.[13]

Kólumbía

Granahorrar-banki var banki í Kólumbíu sem starfaði frá 1972 til 1998. Bankinn var hluti af viðskiptasamsteypunni Grupo Grancolombiano, sem átti einnig stærsta banka Kólumbíu, Banco de Colombia. Árið 1982 dalaði rekstur samsteypunnar og kólumbíska ríkisstjórnin ákvað að þjóðnýta Granahorrar-banka og taka við stjórn hans til að reyna að koma í veg fyrir alvarlega efnahagskreppu í landinu.[14]

Þýskaland

Járnbrautakerfi Þýskalands var þjóðnýtt í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Járnbrautafélagið Deutsche Bahn er enn í eigu stjórnar sambandslýðveldisins. Árið 2008 var fallist á að létta á eignarhaldi ríkisins á járnbrautarfélaginu og selja einkaaðilum 25% af eignarhlutfalli þess.[15] Hætt var við þessar áætlanir í byrjun efnahagskreppunnar 2007–08.[16]

Mexíkó

Árið 1982 hóf forsetinn José López Portillo þjóðnýtingu mexíkóska bankakerfisins til að bregðast við skuldakreppu ríkisins. Bankarnir voru einkavæddir á ný á forsetatíð Carlos Salinas de Gortari (1988–1994) og seldir mexíkóskum fjölskylduveldum.[17]

Venesúela

Frá árinu 2007 hóf ríkisstjórn Hugo Chávez að þjóðnýta margvísleg fyrirtæki og jarðeignir. Þjóðnýtingin hófst þann 2007 þegar ríkið tók yfir stærstu olíufélög heims. Þann 3. apríl 2008 skipaði Chávez þjóðnýtingu steypuiðnaðarins, stálbræðslunnar og annarra iðnaða eins og steypu- og hrísgrjónavinnslunnar og pökkunarverksmiðja þann 9. apríl.[18][19][20][21]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads