1989 (Taylor's Version)

breiðskífa Taylor Swift frá 2023 From Wikipedia, the free encyclopedia

1989 (Taylor's Version)
Remove ads

1989 (Taylor's Version) er fjórða endurupptaka bandarísku söngkonunnar Taylor Swift. Platan var gefin út 27. október 2023 af Republic Records. Hún er endurútgáfa af fimmtu breiðskífu Swift, 1989 (2014), og er hluti af markmiði hennar í að eignast réttindin á allri tónlistinni sinni aftur. Hún tilkynnti plötuna 9. ágúst 2023 á seinustu sýningu tónleikaferðalagsins Eras Tour í Los Angeles.

Staðreyndir strax Breiðskífa eftir Taylor Swift, Gefin út ...

Platan er innblásin af hljóðgervlapoppi 9. áratugarins. Hún inniheldur 16 lög af deluxe útgáfu 1989 ásamt 5 lögum sem höfðu ekki verið gefin út áður, titluð „From the Vault“. Swift, Jack Antonoff, og Christopher Rowe sáu um upptökustjórn meirihluta plötunnar, með framlagi frá Ryan Tedder, Shellback, og Imogen Heap. Á öðrum útgáfum plötunnar má finna lagið „Sweeter than Fiction“ (2013), remix útgáfu af „Bad Blood“ ásamt Kendrick Lamar, og órafmagnaða útgáfu af „"Slut!"“.

Platan komst á topp vinsældalista í Ástralíu, Frakklandi, Ítalíu, Kanada, Spáni, Þýskalandi, og Bretlandi. Í Bandaríkjunum var 1989 (Taylor's Version) þrettánda plata Swift að ná fyrsta sæti Billboard 200 listans og sjötta platan hennar til að seljast í yfir milljón eintökum í útgáfuviku. Platan setti einnig met í sölu vínylplatna á einni viku á 21. öld.[1] Sjö laganna komust í topp 10 á Billboard Hot 100, þar sem lögin „Is It Over Now?“, „Now That We Don't Talk“, og „"Slut!"“ sátu í efstu þrem sætunum.

Remove ads

Lagalisti

Nánari upplýsingar Nr., Titill ...
Nánari upplýsingar Nr., Titill ...
Nánari upplýsingar Nr., Titill ...
Nánari upplýsingar Nr., Titill ...

Athugasemdir

  • Öll lögin eru titluð „Taylor's Version“; lög 17–21 einnig sem „From the Vault“.
Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads