Afróasísk tungumál
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Afróasísk tungumál eru stór ætt um það bil 300 tungumála og mállýskna. Um það bil 350 milljón manns tala afróasísk tungumál og því hefur ættin fjórða stærsta mælendafjölda allra tungumálaætta (á eftir indóevrópskum, sínó-tíbeskum og nígerkongótungumálum).
Ættin skiptist í sex greinar: berbískt, egypskt, kúsískt, ómótískt, semískt ogtjadískt. Afróasísk tungumál eru töluð í Austurlöndum nær, Norður-Afríku og stórum hlutum norðaustur- og Mið-Afríku.
Langstærsta mál afróasísku ættarinar er arabíska, sem er þar að auki stærst semískra mála. Meðal stærri afróasískra tungumála eru amharíska, haúsa, hebreska, orómó, sómalíska og tígrinja. Til viðbótar tilheyra nokkur fornmál afróasísku ættinni, svo sem akkadíska, biblíuhebreska og fornegypska.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads