Akurmynta

From Wikipedia, the free encyclopedia

Akurmynta
Remove ads

Mentha arvensis er tegund afmyntu í varablómaætt (Lamiaceae). Hún er upprunnin úr tempruðum svæðum Evrópu og vestur og mið Asíu, austur til Himalaja og austur Síberíu, og Norður Ameríku.[1][2][3] Mentha canadensis, skyld tegund, er stundum talin af sumum höfundum annað afbrigði af Mentha arvensis,þá er M. arvensis var. glabrata Fernald (Amerískt afbrigði) og M. arvensis var. piperascens Malinv. ex L. H. Bailey (Asískt afbrigði).[4][5]

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tvínefni ...
Remove ads

Lýsing

M. arvensis er jurtkennd, fjölær planta, sem verður 10 til 60 sm há (sjaldan 100 sm. Hún er með skriðula jarðstöngla sem senda upp upprétta eða hálfupprétta, kantaða stöngl. Blöðin eru gagnstæð, heil, 2 til 6,5 sm löng og 1 til 2 sm breið, hærð oh með grófsagtenntum jaðri. Blómin eru föl-fjólublá (stöku sinnum hvít eða bleik), í whorls á stönglunum við blaðaxlir.[3][6][7][8]

Sumir höfundar telja Japanska Myntu (M. arvensis var. piperasce) upprunna frá Kína.[9]

Remove ads

Undirtegundir

Undirtegundir eru t.d. :[1]

  • Mentha arvensis subsp. arvensis.
  • Mentha arvensis subsp. agrestis (Sole) Briq.
  • Mentha arvensis subsp. austriaca (Jacq.) Briq.
  • Mentha arvensis subsp. lapponica (Wahlenb.) Neuman
  • Mentha arvensis subsp. palustris (Moench) Neumann
  • Mentha arvensis subsp. parietariifolia (Becker) Briq.
  • Mentha arvensis subsp. haplocalyx (Linnaeus, eg var. sachalinensis)[10]


Nytjar

Í ayurveda er Pudina talin lystaukandi og gagnleg við magavandamálum.[11] .

Menthol er almennt notað í tannlæknaþjónustu sem staðbundið sýklalyf, áhrifaríkt gegn streptococci og lactobacilli.[12]Menthol unnið úr Japanskri myntu (M. arvensis var. piperascens) er einnig oft notað í lækninga og munnheilsuvörur svo sem tannkrem, munnskol, svo og drykki og í tóbak.[13]

Efnasambönd sem hafa fundist í tegundinni eru til dæmis menthol, menthone, isomenthone, neomenthol, limonene, methyl acetate, piperitone, beta-caryophyllene, alpha-pinene, beta-pinene, tannín og flavonoid.[14]

Tilvísanir

Ytri tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads