Alþingiskosningar 1999
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Alþingiskosningarnar 1999 fóru fram 8. maí. Á kjörskrá voru 201.408 en kjörsókn var 84,1%.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélt öruggum þingmeirihluta, Framsókn tapaði þremur mönnum en Sjálfstæðismenn bættu við sig einum en fylgi þeirra hafði ekki verið meira síðan í kosningunum 1974.
Þessar kosningar voru þær fyrstu eftir verulega breytta flokkaskipun í íslenskum stjórnmálum. Alþýðuflokkurinn, Alþýðubandalagið, Kvennalistinn og Þjóðvaki voru nú ekki lengur í framboði heldur ákváðu þessir flokkar að bjóða fram saman í kosningabandalagi undir merkjum Samfylkingar en formlegur samruni flokkanna varð eftir kosningarnar. Nokkrir þingmenn og varaþingmenn Alþýðubandalagsins gátu þó ekki hugsað sér að taka þátt í slíku og stofnuðu nýjan vinstri flokk: Vinstri hreyfinguna – grænt framboð.
Þriðji nýji flokkurinn sem lét að sér kveða var svo Frjálslyndi flokkurinn undir stjórn Sverris Hermannssonar sem stofnaður var haustið 1998 og lagði mikla áherslu á málefni fiskveiðistjórnunar. 17,7% fylgi á Vestfjörðum tryggði flokknum tvo menn inn á þing.
Forseti Alþingis var kjörinn Halldór Blöndal, Sjálfstæðisflokki
Remove ads
Úrslit
Úrslit í einstökum kjördæmum
Fyrir: Alþingiskosningar 1995 |
Alþingiskosningar | Eftir: Alþingiskosningar 2003 |
Remove ads
Heimildir
- Hagstofa Íslands
- „Úrslitin komu ekki á óvart“, Morgunblaðið, 11. maí, 1999.
- „Gera á sértækan gróða fyrirtækja upptækan - Vinstrihreyfingin grænt framboð, er vinnuheiti nýs stjórnmálaafls á vinstri væng“, Morgunblaðið, 27. október, 1998.
Tengill
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads