Alexandra Bretadrottning
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Alexandra Bretadrottning (fædd Alexandra Carolina Marie Charlotte Louise Julia; f. 1. desember 1844 – 20. nóvember 1925) var dóttir Kristjáns 9. Danakonungs og prinsessa í Danmörku. Hún giftist síðar Alberti Játvarði krónprins Bretlands, sem síðar varð Játvarður 7. og með því varð hún Alexandra Bretadrottning.
Remove ads
Líf og fjölskylda
Alexandra Danaprinsessa eða Alix eins og hún var ávallt kölluð í fjölskyldunni, fæddist í Kaupmannahöfn árið 1844. Foreldrar hennar voru Kristján prins, seinna Kristján 9., og Louise af Hessen-Kassel.
Þann 10. mars 1863 giftist Alexandra Alberti Játvarði Bretakrónprinsi, syni Viktoríu Bretadrottningar og Alberts prins. Þau eignuðust sex börn:
- Albert Viktor prins, hertoginn af Clarence (f. 8. janúar 1864 – 14. janúar 1892)
- Georg prins, seinna Georg 5. Bretakonungur (f. 3. júní 1865 – 20. janúar 1936)
- Lovísa prinsessa, hin konunglega prinsessa, hertogaynjan af Fife (f. 20. febrúar 1867 – 4. janúar 1931)
- Viktoría Alexandra prinsessa (f. 6. júlí 1868 – 3. desember 1935)
- Maud prinsessa, seinna Noregsdrottning (f. 26. nóvember 1869 – 20. nóvember 1938)
- Alexander Jóhann (f. 6. apríl 1871 – 7. apríl 1871).
Alexandra dó árið 1925 í Sandringham eftir hjartaáfall. Hún er grafin við hlið eiginmanns síns í kapellu heilags Georgs í Windsorkastala.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads