Alexandria Ocasio-Cortez
Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður frá New York From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Alexandria Ocasio-Cortez (f. 13. október 1989) er bandarískur stjórnmálamaður og aðgerðasinni.[1][2] Hún er meðlimur í Demókrataflokknum og hefur setið á fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir 14. kjördæmi New York-fylkis frá 3. janúar árið 2019. Hún er yngsta kona sem náð hefur kjöri á Bandaríkjaþing.[3]
Alexandria Ocasio-Cortez er fædd í Bronx-hverfinu í New York. Faðir hennar er ættaður frá Púertó Ríkó og móðir hennar fædd þar. Ocasio-Cortez útskrifaðist úr Boston-háskóla með bakkalársgráðu í alþjóðasamskiptum með hagfræði sem aukagrein.[4]
Ocasio-Cortez vakti athygli um öll Bandaríkin þann 26. júní árið 2018 þegar hún vann, öllum að óvörum, forkjör Demókrataflokksins fyrir 14. kjördæmið í New York á móti sitjandi þingmanninum og þingflokksleiðtoganum Joe Crowley. Crowley hafði setið á þinginu í tíu kjörtímabil og fáum kom til hugar að hann ætti endurkjör ekki víst. Raunar hafði hann ekki haft fyrir því að mæta í kappræður fyrir forkosninguna á móti Ocasio-Cortez.[5][6][7][8][9] Í þingkosningunum þann 6. nóvember 2018 sigraði Ocasio-Cortez mótframbjóðanda sinn úr Repúblikanaflokknum, Anthony Pappas, og tók sæti á fulltrúadeild Bandaríkjaþings í janúar næsta ár.
Ocasio-Cortez er meðlimur í samtökum Sósíaldemókrata Bandaríkjanna og hefur talað fyrir vinstrisinnuðum stefnumálum eins og almennri heilbrigðisþjónustu, fæðingarorlofum, háskólamenntun fyrir allar stéttir, hærri skatta á þá ofurríku og endurskipulagningu á réttarkerfinu.[4]
Ásamt þremur flokkssystrum sínum myndar Ocasio-Cortez hóp róttækra, hörundsdökkra þingkvenna á fulltrúadeildinni sem kallaður hefur verið „sveitin“ (e. The Squad) í fjölmiðlaumfjöllun.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
