Alí ibn Abu Talib

4. réttleiddi kalífinn (r. 656–661) og fyrsti ímam sjíamúslima From Wikipedia, the free encyclopedia

Alí ibn Abu Talib
Remove ads

Alí ibn Abu Talib eða ‘Alī ibn Abī Ṭālib (arabíska: علي بن أﺑﻲ طالب‎, persneska: علی پسر ابو طالب‎; 599–661) var einn fyrstu leiðtoga íslams. Súnnímúslimar trúa því að hann hafi verið sá fjórði og síðasti hinna fjögurra Réttleiddu Kalífa en sjítar að hann hafi verið fyrsti imaminn og fyrsti lögmæti kalífinn.[1] Hann var frændi Múhameðs og eftir að hann kvæntist Fatima Zahra varð hann einnig tengdasonur hans. Sjítar, og sumir súnníar, halda því fram að Alí hafi verið fyrsti karlmaðurinn sem snerist til íslams. Sumir sjítar vilja þó meina að rangt sé að segja að Alí hafi verið snúið til íslam, heldur hafi hann verið það sem kallast hanif, það er einhver sem aðhylltist eingyðistrú (aðra en kristni eða gyðingdóm) fyrir tíma íslams.

Thumb
Imam Alí moskan í Najaf, Írak, þar sem sagt er að Alí sé grafinn.

Alí tók við völdum eftir andlát Uthman ibn Affan kalífa árið 656. Medína var þá í upplausn í stjórnleysi og því vildu margir að Alí tæki að sér stjórn kalífadæmisins. Eftir að Alí varð kalífi skipti hann út ríkisstjórum sem höfðu verið hliðhollir Uthman og skipaði fyrir um að höfuðborgin yrði færð til Kufa. Á ríkisárum Alí var háð borgarastyrjöld innan kalífadæmisins vegna ósættis múslima um hver ætti rétt til að stýra því. Í kjölfar borgarastyrjaldarinnar, árið 644, var Alí myrtur í Kufa þegar ráðist var á hann með eitruðu sverði. Hann lifði í tvo daga eftir árásina og skipaði sonum sínum á þeim tíma að hefna sín ekki á hópi fólks, aðeins á morðingjanum.[2]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads