Uthman ibn Affan
3. réttleiddi kalífinn, fylgismaður Múhameðs spámanns From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Uthman ibn Affan (u. þ. b. 573 eða 576 – 17. júní 656) var þriðji kalífi Rasídunveldisins. Hann ríkti frá árinu 644 þar til hann var myrtur árið 656. Uthman var frændi, tengdasonur og fylgismaður Múhameðs spámanns og lék lykilhlutverk snemma í sögu íslams. Sem kalífi lét hann safna saman staðlaðri útgáfu af Kóraninum, Kóran Uthmans, sem enn er í notkun í dag.[1] Uthman lét eyðilegga allar eldri útgáfur af kóraninum og dreifði hinni nýju stöðluðu útgáfu helgiritsins meðal þegna sinna.[2]
Áður en forveri Uthmans, Ómar mikli kalífi (sem ríkti 634–644), lést hafði hann skipað trúnaðarnefnd til að kjósa eftirmann sinn. Uthman, sem þá var um 68–71 ára gamall, var kjörinn kalífi og var hann þá elsti maðurinn til að gegna þessu æðsta embætti. Í valdatíð Uthmans lagði kalífadæmið undir sig meira landsvæði í Persíu árið 650 og náði alla leið til Khorasan árið 651.
Utham jók miðstýringu í stjórnsýslunni og stuðlaði að hröðum vexti í efnahagslífinu. Mörgum þegnum Uthmans fannst hann helst til ráðríkur og líkaði ekki hvernig hvernig hann skattlagði bæi og lét féð renna til fjölskyldu sinnar og herliðs síns. Síðustu ár Uthmans á valdastól einkenndust hins af andófi sem snerist brátt upp í vopnaða uppreisn.
Árið 656 skipaði Uthman náinn ættingja sinn ríkisstjóra í Egyptalandi. Egypskir uppreisnarmenn héldu á fund Uthmans eftir skipunina til að krefjast þess að ríkisstjórinn yrði leystur úr embætti. Uthman lést samþykkja kröfur þeirra en þegar uppreisnarmennirnir sneru aftur til Egyptalands tók þræll á móti þeim sem Uthman hafði sent til að taka leiðtoga þeirra af lífi. Þeir sneru því aftur til Medínu, sátu um heimili Uthmans og tóku hann af lífi.[2]
Múslimar innan trúargreinarinnar súnní líta á Uthman sem hinn þriðja af „réttleiddu kalífunum“ fjórum.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads