Allir geta dansað
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Remove ads
Allir Geta Dansað er íslensk útgáfa af Strictly Come Dancing(en) sjónvarpsþáttunum sem BBC sýnir í Bretlandi. Þátturinn hóf göngu sína á Íslandi 11. mars 2018. Í þættinum kenna 10 fagdansarar 10 þjóðþekktum einstaklingum að dansa. Í hverjum þætti dettur eitt par úr leik frá og með þætti tvö. Alls eru átta þættir og því fjögur pör sem keppa til úrslita.
Keppendur læra nýjan dans í hverri viku til þess að sýna fyrir framan alþjóð í beinni útsendingu. Dansarnir sem keppendur læra eru aðallega Ballroom(en) og Latneskur dans(en)ar og draga keppendur nýjan dans í hverri viku.
Dómarar gefa keppendum einkunnir fyrir dansinn frá 1 upp í 10 og raðast keppendur eftir heildar einkunn dómara. Símakosning fer svo í gang þegar allir keppendur hafa sýnt sinn dans og gildir símakosning helming á móti röðun dómara. Parið sem endar með lægstan samanlagaðn stigafjölda frá dómurum og símakosningu lýkur keppni.
Í úrslitaþættinum gildir símakosning 100% og eru einkunnir dómara í þeim þætti því bara til viðmiðunar.
Í þáttarröð 2 frá og með þætti 6 var kynnt til leiks „dance off“ eða dansbardagi þar sem tvö lægstu pör kvöldsins dönsuðu aftur sína dansa og ákvaðu dómarar hvaða par skildi ljúka keppni.
Dómarar í þættinum eru þau Selma Björnsdóttir, Jóhann Gunnar Arnarsson og Karen Björk Reeve.
Kynnar í fyrstu þáttarröð voru þær Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir.
Kynnar í annarri þáttarröð voru þau Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Auðunn Blöndal.
Þættirnir eru framleiddir af RVK Studios fyrir Stöð 2.
Remove ads
Kynnar, þjálfarar og dómarar
Dómarar
Kynnar
Þjálfarar
Listrænn stjórnandi og þjálfari í þáttunum er Adam Reeve.
Aðrir þjálfarar eru Helga Dögg Helgadóttir og Hannes Egilsson
Remove ads
Þátttakendur
Sigurvegarar
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads