Sýn
Íslensk sjónvarpsstöð From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Sýn (hét áður Stöð 2) er íslensk sjónvarpsstöð sem hefur verið starfandi frá því 9. október 1986. Stöðin var stofnuð að frumkvæði Jóns Óttars Ragnarssonar matvælafræðings og Hans Kristjáns Árnasonar hagfræðings. Valgerður Matthíasdóttir gekk svo til liðs við þá og var áberandi í útlitshönnun og dagskrárgerð stöðvarinnar frá upphafi.

Frá 1986 til 2025 var stöðin áskriftarstöð í læstri dagskrá og hét Stöð 2, en því var breytt yfir í Sýn í júní 2025 og í ágúst 2025 fór stöðin í opna dagskrá.[1][2]
Remove ads
Saga Stöðvar 2
Nýju útvarpslögin 1986
Í stóra BSRB verkfallinu haustið 1984 lagðist nánast öll starfsemi RÚV niður og upp spruttu nokkrar ólöglegar útvarpsstöðvar. Í kjölfarið var farið að huga að endurskoðun útvarpslaga í menntamálaráðherratíð Ragnhildar Helgadóttur. Ný lög, sem leyfðu einkareknar útvarps- og sjónvarpsstöðvar, voru samþykkt á Alþingi 13. júní 1985 og tóku gildi í ársbyrjun 1986. Fram að þeim tíma höfðu verið starfandi á Íslandi tvær útvarpsstöðvar og ein sjónvarpsstöð, Rás 1 og Rás 2 og Ríkissjónvarpið.
Stofnun Stöðvar 2
Stöð 2 fór í loftið 9. október 1986 sem áskriftarstöð með læstri dagskrá þar sem þurfti að kaupa lykilnúmer og slá inn í myndlykil til að afrugla útsendinguna. Jón Óttar var sjónvarpsstjóri og þau Vala Matt voru áberandi á skjánum þessa fyrstu daga stöðvarinnar. Dagskráin var byggð upp á aðkeyptu afþreyingarefni, leiknu íslensku skemmtiefni og fréttum. Erfiðlega gekk að fá fjárfesta til að taka þátt í starfseminni til að byrja með. Í byrjun árs 1987 voru áskrifendur um fimm þúsund, en voru orðnir tæplega þrjátíu þúsund fyrir árslok. Á sama tíma fjölgaði starfsfólki og stöðin fór í samkeppni við RÚV um dagskrárgerðarfólk og fréttamenn. Frá upphafi rak Íslenska sjónvarpsfélagið, stofnað 1986, Stöð 2 en árið 1990 rann Íslenska útvarpsfélagið sem að rak Bylgjuna og FM957 inn í það. Árið 1995 hóf félagið að senda út útvarpsstöðirnar X-ið og Stjarnan. Árið 1997 keypti félagið einnig öll hlutabréf Stöðvar 3, sem að var stofnuð 1995 sem samkeppni við Stöð 2. Við það rann Stöð 3 inn í Stöð 2.
Norðurljós
Árið 1999 runnu íþróttasjónvarpsstöðin Sýn, Íslenska útvarpsfélagið og Skífan saman í fjölmiðlasamsteypuna Norðurljós. Sama ár stofnaði fyrirtækið vef-fréttamiðilinn Vísir.is. Á þeim tíma var fyrirtækið starfrækt að Krókhálsi 6. Sjónvarpsstöðin Popptíví var einnig í loftinu á þeim tíma, og var hún eigu Norðurljósa.
365 miðlar

Árið 2005 breyttist Norðurljós í 365 miðlar eftir að fyrirtækið keypti Fréttablaðið af Frétt ehf., við það birtust fréttir blaðsins á Vísi.is. Frá 2005 til 2006 rak 365 miðlar fréttastöðina NFS, sem að sýndi fréttir allan sólarhringinn. Árið 2006 flutti fjölmiðlasamsteypan í Skaftahlíð 24. Margar systurstöðvar voru starfræktar undir sama fyrirtæki en árið 2008 voru þær allar sameinaðar undir nafn Stöðvar 2, þannig varð íþrótta-stöðin Sýn að Stöð 2 Sport. Sirkus varð að Stöð 2 Extra og Fjölvarpið varð að Stöð 2 Fjölvarp aftur á móti hélt Stöð 2 Bíó sínu nafni. Árið 2013 hætti Stöð 2 Extra ústendingum og sama ár hófu Stöð 2 Krakkar og hin nýja Stöð 3 útsendingar. Árið 2014 keyptu 365 miðlar sjónvarpsstöðvarnar Bravó og Mikligarður. Miklagarði var lokað strax og Bravó árið 2016. Árið 2016 stofnaði Stöð 2 streymisveituna Stöð 2 Maraþon Now, fyrir gamalt, nýtt og erlent efni úr smiðju Stöðvar tvö. Nafninu var stytt í Stöð 2 Maraþon árið 2018.
Sýn
Árið 2016 sameinaðist 365 miðlar Vodafone. Í kjölfar þess keypti fyrirtækið Sýn flest hlutabréf í 365 miðlum árið 2018, og við það átti Sýn Stöð 2 ásamt frekari fyrirtækjum. Við það var ákveðið að Fréttablaðið yrði aðskilið Sýn, og var Fréttablaðið því aftur einkarekið fyrirtæki með fréttablaðið.is og aðskyldist þá Vísi. Sama ár þá flutti Sýn húsakynnum sínum á Suðurlandsbraut 8. Árið 2021 tók Stöð 2 þá ákvörðun að setja fréttatíma þeirra, sem að hafði frá upphafi verið í opni dagskrá yfir í læsta dagskrá af frumkvæði Þórhalls Gunnarsson. Því var síðan breytt árið 2024, þannig að hann var aftur í opinni dagskrá. Sama ár þá breyttist Stöð 2 Maraþon yfir í Stöð 2+. Árið 2020 sameinuðust Stöð 2 Krakkar og Stöð 3 yfir í Stöð 2 Fjölskylda. Stöð 2 Golf, sem að hóf útsendingar árið 2010 hætti útsendingum árið 2022 og Stöð 2 Bíó gekk inn í Stöð 2 Fjölskylda árið 2023. Rafíþróttastöðin Stöð 2 eSport lokaði á útsendingar árið 2024 eftir fjögur ár og Stöð 2 Fjölskylda hætti útsendingum árið 2025. Þá stóðu einungis eftir Stöð 2, Stöð 2 Sport frá eitt upp í fimm, sérstök vefrás Vísis sem að bar heitið Stöð 2 Vísir og Vodafone Sport, systurstöð Stöð 2 Sport.
Í júní 2025 eftir að rekstur Sýnar hafði gengið erfiðlega og gengi hlutabréfa höfðu lækkað, var ákveðið að leggja niður Stöð 2 nafnið og nota Sýn nafnið í staðinn yfir eigur fyrirtækisins. Í kjölfarið var Björgvini Halldórssyni, sem að hafði verið þulur stöðvarinnar síðan árið 1992 skipt út fyrir Björn Stefánsson. Við það breyttist Stöð 2+ til að mynda í Sýn+, Stöð 2 Sport í Sýn Sport og Stöð 2 Vísir varð einungis að Vísi. Í ágúst 2025 fór stöðin í opna dagskrá og varð því ekki lengur áskriftarstöð, í fyrsta sinn frá stofnuninni árið 1986.[2]
Remove ads
Íslenskir þættir í gegnum árin
Fréttatengt
- Kvöldfréttir, öll kvöld
- Ísland í dag
- Ísland í bítið
- Silfur Egils, sunnudagsspjallþáttur um atburði liðinnar viku. Sýnt 2005-2007.
- Kompás, Vikulegur fréttaskýringaþáttur Fréttastofu Stöðvar 2
Innlent
- Sjálfstætt fólk, Jón Ársæll fylgist með daglegu lífi þekktra Íslendinga.
- Logi í beinni, skemmtiþáttur þar sem Logi Bergmann fær gesti í spjall.
- Í fínu formi, Hreystisæfingaþáttur, sýndur á virkum dögum.
- Algjör Sveppi, barnaþáttur Sveppa - tók við af Afa.
- Auddi og Sveppi, skemmtiþáttur þar sem allt er leyfilegt. Þátturinn var alltaf í opinni dagskrá.
- Kynin Kljást, getraunaþáttur leikstýrður af Bryndis Schram og Bessa Bjarnarsyni.
- Viltu vinna miljón?, íslenskur spurningaþáttur byggður á sniði á "Who Wants to be a Millionaire?". Það var hýst af Þorsteinn J. og Jónasi R. Jónssyni.
- Sjónvarpsmarkaðnum, gegnum sérstakan sjónvarpsþátt af Jóa Fel.
- Meistarinn, Spurningaþáttur. Umsjónarmaður: Logi Bergmann Eiðsson.
- Svaraðu Strax, íslenskur spurningaleikur byggður á sniði á "Wheel of Fortune" og það var hýst af Bryndís Schram og Birni Karlssyni.
- Sjáðu, þáttur í umsjá Ásgeirs Kolbeins um bíómyndir
- Sjónvarpsbingo, spurningakeppni í síma.
- Ísland Got Talent, Raunveruleikaþáttur sem kept er um ýmsa hæfileika - íslenska útgáfan af Britain's Got Talent.
- Imbakonfekt, ógleymanlegar uppákomur og frábær atriði úr Imbakassanum.
- Stelpurnar, Gamanþáttur með stuttum sketsum þar sem stelpur eru í aðalhlutverki.
- Tekinn, sjónvarpsþáttur í umsjón Auðunn Blöndal, í anda Punk'd sem gekk út á það að hrekkja frægt fólk.
- Leitin að Strákunum, Þáttur sem leitað var að arftökum strákanna Sveppa, Audda og Péturs.
- FC Nörd, íþróttagamanþáttur.
- Næturvaktin, leikinn þáttur um þrjá menn sem vinna á bensínstöð.
- Femin, dramasería.
- Dagvaktin, framhald Næturvaktarinnar, þar sem þremenningarnir eru farnir að vinna í Hótel Bjarkarlundi með skemmtilegum afleiðingum.
- Gnarrenburg, gamanspjallþáttur. Gestgjafi var Jón Gnarr og settist hann að í Gnarrenburg í framtíðinni, litlum hafnarbæ í Norður-Þýskalandi.
- Fangavaktin, þremenningarnir eru nú komnir á Hraunið vegna glæpa sem þeir frömdu í Dagvaktinni. Ýmsar nýjar persónur bætast við og lenda þeir félagar í ýmsum ævintýrum innan fangelsisveggjanna.
- Áskrifenda Klúbburinn, spjallþáttur.
- Idol stjörnuleit, íslensk útgáfa raunveruleikaþáttarins American Idol. Kynnar voru Simmi og Jói en í dómarasætunum sátu m.a. Þorvaldur Bjarni, Sigga Beinteins, Bubbi Morthens, Jón Ólafsson, Selma Björnsdóttir og Björn Jörundur.
- Visa Sport, íþróttafréttaþáttur.
- Búbbarnir, Fyrstu íslensku brúðuþættirnir.
- Strákarnir, fjölbreyttur gamanþáttur í umsjón Audda, Sveppa, Péturs Jóhanns, Gunna Samloku, Atla og Ofur-Huga.
- X-Factor, sönghæfileikakeppni þar sem eintaklingar jafnt sem hópar fá að spreyta sig. Kynnir var Halla Vilhjálmsdóttir og dómarar voru Páll Óskar Hjálmtýsson, Einar Bárðarson, Ellý úr Q4U.
- Einu sinni var, þáttur þar sem fréttir eru teknar til frekari skoðunar. Umsjónarmaður: Eva María Jónsdóttir.
- Eldsnöggt með Jóa Fel, bakarameistarinn Jói Fel sýnir listir sínar í eldhúsinu og fær góða gesti í mat.
- Pressa, fyrsta íslenska spennuþáttaröð Stöðvar 2. Þátturinn sem er í sex hlutum er eftir þá Óskar Jónasson og Sigurjón Kjartansson, ásamt Yrsu Sigurðardóttur, Ævari Erni Jósepssyni, Árna Þórarinssyni og Páli Kristni Pálssyni.
- Hæðin, hönnunarþáttur í umsjón Gulla Helga þar sem þrjú pör fengu að hanna heimili í sínum eigin stíl.
- Með Afa, barnaþáttur í umsjón Afa (Örn Árnason).
- Bandið hans Bubba, einn stærsti viðburður Stöðvar 2 árið 2008. Bubbi Morthens lagði allt undir í leit að sannri rokkstjörnu framtíðarinnar, einhverjum sem söng á íslensku, fyrir íslenska rokkþjóð. Þátturinn var í beinni útsendingu og einn keppandi féll úr leik hverju sinni, þar til eftir stóð nýr söngvari fyrir Bandið hans Bubba.
- Fóstbræður, stutt sjálfstæð grínatriði í þáttum með Jóni Gnarr, Sigurjón Kjartanssyni, Helgu Braga, Hilmi Snæ Guðnasyni og Benedikt Erlingssyni.
- Heilsubælið eða heilsubælið í gervahverfi er íslenskur grínþáttur sem gerist á sjúkrahúsi.
- Barnatíminn, dagskrárliður fyrir krakka
Remove ads
Tengill
- Vefsíða Stöðvar 2 Geymt 4 apríl 2014 í Wayback Machine
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads