Villilaukur
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Villilaukur (fræðiheiti: Allium oleraceum) er evrasísk tegund af laukættkvísl. Þetta er laukmyndandi fjölæringur sem vex villtur á þurrum stöðum, og verður um 80 sm há. Hún fjölgar sér með fræi, hliðarlaukum og æxlilaukum sem myndast í blómskipuninni (svipað og hjá Allium vineale). Ólíkt A. vineale, þá er sjaldgæft að A. oleraceum sé með æxlilauka einvörðungu.[2][3]
- áður talin með[4]


Allium oleraceum subsp. girerdii, nú nefnd Allium oporinanthum
Remove ads
Á Íslandi
Hérlendis hefur hann fundist á nokkrum stöðum og er friðlýstur.[5]
Ræktun
Þessi tegund kýs sól eða hálfskugga. Hún þrífst best í rökum og þungum jarðvegi, en vex ágætlega í annars konar jarðvegi. Hún dreifist hratt, eins og illgresi og getur verið erfitt að losna við.
Sjá einnig
- Allium vineale
- Allium monanthum
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads