Fjallölur

tegund elris From Wikipedia, the free encyclopedia

Fjallölur
Remove ads

Fjallölur, fjallelri eða japanselri [1] (, fræðiheiti Alnus maximowiczii),[2][3][4] er elritegund ættuð frá Japan, Kóreu, og austast í Rússlandi (Sakhalin, Primorye, Khabarovsk, Kúrileyjar).[5][6][7]

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tvínefni ...
Remove ads

Útbreiðsla og búsvæði

Útbreiðslusvæði tegundarinnar er austast í Rússlandi; Sakhalin, Primorye, Shantar-eyjar, Kúrileyjar (Shikotan, Kunashir, Iturup, Simushir)[8], Japan[9] og Kóreuskaga[10].

Hann vex á bökkum áa og lækja, nálægt sjó. Austast í Rússlandi er hann frá Kievka-á til vatnasvæðis Uda-ár. Hann vex ýmist stakur eða í þykknum í rökum jarðvegi. Hann vex helst upp í hálendi þar sem hann er í skjóli dala. Stundum vex hann með runnafuru á fjallatoppum þar sem hann verður jarðlægur. Á Kúrileyjum er hann undirgróður í steinbjarkarskógum, í lægðum og hlíðum.

Remove ads

Lýsing

Runni eða tré að 10m. hæð. Börkurinn er grár, með nær kringlóttum loftaugum; ungar greinar eru ljósbrúnar með fjölda mjög mjórra loftauga.

Brumin eru 1-1.3 cm löng. Blöðin eru breiðegglaga, 7-10 sm löng, 7-8 sm breið, með breiðum oft hjartalaga grunni, fíntennt.

Könglarnir eru 1,5-2 sm langir, á stuttum stilk. Fræin eru með vængjum.

Blómstrar í maí - júní.


Ytri tenglar

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads