Bjarkarætt

From Wikipedia, the free encyclopedia

Bjarkarætt
Remove ads

Bjarkarætt (fræðiheiti: Betulaceae) er með sex ættkvíslir lauffellandi trjáa og runna, þar með talinna birki, elri, hesli, agnbeyki, Ostryopsis og Ostrya með samtals 167 tegundir.[1] Þær eru að mestu ættaðar frá tempruðu belti norðurhvels, með fáeinar tegundir sem ná til suðurhvels í Andesfjöllum í Suður-Ameríku. Dæmigerð blóm eru reklar og koma þeir oft fyrir laufgun.

Staðreyndir strax Bjarkarætt Tímabil steingervinga: 70m til nútími, Vísindaleg flokkun ...
Remove ads

Þróunarsaga

Thumb
Reklar á hesli (Corylus avellana)

Bjarkarættin er talin hafa komið fram við lok Krítartímabilsins (um 70 milljónum ára síðan) í mið Kína. Þetta svæði hefur á þessum tíma haft Miðjarðarhafsloftslag vegna nálægðar við Tethyshaf, sem þakti hluta af því sem nú er Tíbet og Xinjiang fram til fyrri hluta tertíertímabilsins.

Þessi kenning um uppruna ættarinnar er studd með að allar sex ættkvíslirnar og 52 tegundir eru þaðan og margar tegundirnar einlendar. Allar sex núverandi ættkvíslirnar eru taldar hafa verið fullaðskildar í Ólígósen og allar ættkvíslir í ættinni (að undanskilinni Ostryopsis) eru með stengervinga sem ná að minnsta kosti 20 milljón ár frá nútíma.

Samkvæmt sameindaerfðafræði eru nánustu ættingjar bjarkarættar í járnviðarætt (Casuarinaceae).[2]

Remove ads

Undirættir og ættkvíslir

Núlifandi tegundir

Steingervingar

  • Asterocarpinus
  • Coryloides
  • Cranea
  • Kardiasperma
  • Palaeocarpinus

Sameindaerfðafrði

Nútíma sameindaerfðafræði bendir til eftirfarandi ættartengsla:[2][3][4]

 Myricaceae (fjarskyld)

Betulaceae
Coryloideae

 Corylus

 Ostryopsis

 Ostrya

 Carpinus

Betuloideae

 Alnus

 Betula

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads