American Friends Service Committee
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
American Friends Service Committee (ísl. Bandaríska vináttu- og þjónustunefndin[1]) er stofnun bandarískra kvekara sem vinnur að friði og samfélagsréttlæti í Bandaríkjunum og um allan heim.
Samtökin voru stofnuð árið 1917 að undirlagi dr. Rufusar Jones, sem kom fram í forsvari til Bandaríkjastjórnar í fyrri heimsstyrjöldinni til að fá undanþágu frá herkvaðningu fyrir kvekara. Svo var búið um hnútana að kvekarar fengu í gegnum AFSC að gegna margvíslegu hjálparstarfi í stað herþjónustu og tóku meðal annars þátt í endurbyggingu fjölda franskra þorpa í kjölfar stríðsins.[2]
Árið 1947 tóku samtökin við Friðarverðlaunum Nóbels ásamt breskum systursamtökum sínum, Friends Service Council, fyrir hönd kvekara.[3]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads