Friðarverðlaun Nóbels
ein af fimm verðlaunum Alfreds Nóbels From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Friðarverðlaun Nóbels eða bara Friðarverðlaunin eru ein af þeim fimm verðlaunum sem sænski iðnjöfurinn Alfred Nobel stofnaði með auðæfum sínum. Í erfðaskrá sinni kvað hann á um að friðarverðlaunin skyldi veita þeim sem gert hefði mest eða unnið best að bræðralagi þjóða, unnið að afvopnun og dregið úr hernaðarmætti og fyrir að standa fyrir og vinna að friðarráðstefnum.
Friðarverðlaunin eru einu Nóbelsverðlaunin, sem veitt af öðrum en Svíum, en norska Stórþingið kýs sérstaka friðarverðlaunanefnd, sem aftur velur verðlaunaþegann.
Remove ads
Bakgrunnur

Samkvæmt erfðaskrá Nobels skal sá hljóta verðlaunin sem „hefur unnið mesta eða besta vinnu í þágu bræðralags milli þjóða, afnáms eða minnkunar fastaherja og fyrir að halda og efla friðarsamkomur“.[2] Erfðaskráin kveður jafnframt á um að verðlaunin skuli veitt af fimm manna nefnd sem skipuð er af norska þinginu.[3][4]
Nobel lést árið 1896 og útskýrði ekki hvers vegna hann hefði valið frið sem verðlaunaflokk. Þar sem hannn var þjálfaður efnaverkfræðingur voru verðlaunaflokkarnir efnafræði og eðlisfræði augljósir valkostir. Hvatinn á bak við friðarverðlaunin er ekki eins skýr. Samkvæmt norsku norsku nóbelsnefndinni hafði vinátta hans við Berthu von Suttner, friðaraðgerðasinna sem síðar hlaut verðlauninn, mikil áhrif á ákvörðun hans um að velja frið sem verðlaunaflokk.[5] Sumir fræðimenn hafa leitt líkur að því að þetta hafi verið tilraun Nobels til að bæta upp fyrir eyðingarmáttinn sem hann hafði skapað. Nobel fann upp bæði dínamít og ballistít, sem var beitt í ofbeldisskyni á ævi hans. Ballistít var notað í stríði[6] og Írska lýðveldisbræðralagið gerði dínamítárásir á níunda áratugi 19. aldar.[7] Nobel lék einnig lykilhlutverk í að breyta Bofors úr járn- og stálframleiðanda í vopnaframleiðanda.
Þekkt, en hugsanlega ósönn, saga hefur gengið af því að árið 1888, eftir andlát bróður Nobels, Ludvigs, hafi nokkur dagblöð birt minningargreinar um Alfred fyrir mistök.[8] Eitt franskt dagblað hafi fordæmt hann fyrir að finna upp sprengiefni í hernaðarskyni og þetta hafi haft áhrif á ákvörðun hans um að bæta arfleifð sína eftir dauða sinn.[9] Minningargreinin á að hafa borið fyrirsögnina Le marchand de la mort est mort („Kaupmaður dauðans er látinn“),[9] og í henni á að hafa staðið „Dr. Alfred Nobel, sem auðgaðist með því að finna leiðir til að drepa fleira fólk hraðar en nokkru sinni fyrr, lést í gær.“[10][11][9] Óljóst er hvort þessi minningargrein var nokkurn tímann til.[11]
Einnig er óljóst hví Nobel óskaði þess að friðarverðlaunin yrðu veitt í Noregi, sem var í persónusambandi við Svíþjóð þegar Nobel lést. Norska nóbelsnefndin hefur leitt líkur að því að hann hafi talið Noreg betur fallin til þess að veita verðlaunin þar sem Noregur hafði ekki sömu hernaðarhefð og Svíþjóð. Nefndin bendir einnig á að í lok 19. aldar hafi norska þingið átt í nánu samstarfi við Alþjóðaþingmannasambandið við að leysa úr milliríkjadeilum með milligöngu og gerðardómum.[5]
Remove ads
Handhafar friðarverðlauna Nóbels
Remove ads
Tenglar
- Stefán Jónsson (13. ágúst 2002). „Hverjir hafa fengið friðarverðlaun Nóbels og þá fyrir hvað?“. Vísindavefurinn.
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads