Anna Belknap

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Anna Belknap (fædd Anna C. Belknap, 22. maí 1972) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í CSI: NY sem Lindsay Monroe.

Staðreyndir strax Fædd, Ár virk ...

Einkalíf

Belknap fæddist í Damariscotta, Maine í Bandaríkjunum. Útskrifaðist frá Lincoln Academy í Newcastle, Maine. Fékk B.A. gráðu sína frá Middlebury College í Vermont og Masters gráðu í Leik frá American Conservatory Theater.

Belknap er meðlimur að Rude Mechanicals Theater Co., í New York.

Fékk San Diego Theater Critics Circle Craig Noel verðlaunin fyrir Bestan leik sem „Marina“ í Globe Theater-uppfærslunni af Pericles eftir Shakespeare.

Remove ads

Ferill

Fyrsta hlutverk Belknap var í sjónvarpsþættinum Homicide: Life on the Street (1996), síðan þá hefur hún verið gestaleikari í mörgum sjónvarpsþáttum á borð við: Deadline, Law & Order: Special Victims Unit og Without a Trace.

Belknap var árið 2003 boðið hlutverk í sjónvarpsþættinum The Handler sem Lily. Árið 2004 var henni boðið hlutverk í sjónvarpsþættinum Medical Investigation sem Eva Rossi og var hluti af til endaloka seríunnar. Henni var boðið hlutverk í sjónvarpsþættinum CSI: NY árið 2005 sem Lindsay Monroe og hefur verið ein af aðalleikurunum síðan þá.

Belknap hefur komið fram í leikhúsum á borð við: Mark Taper Forum, Globe Theater, Huntington Theatre, Westport Country Playhouse og Williamstown Theatre hátíðinni.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads