Anne L'Huillier

From Wikipedia, the free encyclopedia

Anne L'Huillier
Remove ads

Anne Geneviève L'Huillier (f. 16 ágúst 1958[1]) er fransk-sænskur eðlisfræðingur[2] og prófessor í kjarneðlisfræði við Lundarháskóla í Svíþjóð. Hún er leiðtogi teymis sem sérhæfir sig í attósekúndueðlisfræði og rannsakar hreyfingar rafeinda í rauntíma, sem gerir þeim kleift að skilja efnahvörf á frumeindastigi.[3] Árið 2003 slógu L'Huillier og teymi hennar heimsmet með því að framkalla stysta ljóspúlsinn við 170 attósekúndur.[4] L'Huillier hefur unnið til margra eðlisfræðiverðlauna, meðal annars Wolf-verðlaunanna í eðlisfræði árið 2022 og Nóbelsverðlaunanna í eðlisfræði árið 2023.[5]

Staðreyndir strax Eðlisfræði 20. og 21. öld, Nafn: ...
Remove ads

Æviágrip

Anne L'Huillier fæddist í París árið 1958.[2] Hún er með mastersgráðu í fræðilegri eðlisfræði og stærðfræði[6] en skipti síðan yfir í doktorsnám í tilraunaeðlisfræði við Atómorkunefnd Frakklands hjá CEA Paris-Saclay. Doktorsritgerð hennar fjallaði um margfalda jónun í sterkum leysisviðum.[7]

Í eftirdoktorsnámi sínu fór L'Huillier til Gautaborgar í Svíþjóð og Los Angeles í Bandaríkjunum. Árið 1986 var hún fastráðin til starfa hjá CEA Paris-Saclay. Árið 1992 tók hún þátt í tilraun í Lundi þar sem búið var að setja upp eitt fyrsta títan-safír-leysigeislakerfið fyrir femtósekúnduslætti í Evrópu. Hún flutti til Svíþjóðar árið 1994 og varð fyrirlesari við Lundarháskóla næsta ár og síðan prófessor þar árið 1997.[8]

Remove ads

Verðlaun og viðurkenningar

L'Huillier sat í Nóbelsverðlaunanefndinni í eðlisfræði frá 2007 til 2015[6] og hefur verið meðlimur í Sænsku vísindaakademíunni frá 2004.[9] Árið 2003 hlaut hún Julius Springer-verðlaunin(de). Árið 2011 hlaut hún UNESCO L'Oréal-verðlaunin. Árið 2013 hlaut hún Carl-Zeiss-rannsóknarverðlaunin, Blaise Pascal-orðuna og heiðurgráðu frá Université Pierre-et-Marie-Curie í París.[7] Hún hlaut aðild að Vísindaakademíu Bandaríkjanna sem erlendur heiðursfélagi árið 2018. Einu ári síðar var hún sæmd Verðlaunum fyrir grundvallarþætti skammtafræði rafeinda og ljósfræði af Evrópska eðlisfræðifélaginu. Anne L'Huillier er meðlimur í Bandaríska eðlisfræðifélaginu og ljósfræðisamtökunum Optica.[10]

Árið 2022 hlaut L'Huillier Wolf-verðlaunin í eðlisfræði fyrir „frumkvöðlaframlag til ofurhraðra leysigeisla og attósekúndueðlisfræði“ ásamt Ferenc Krausz og Paul Corkum.[11]

Árið 2023 hlaut L'Huillier Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði ásamt Krausz og Pierre Agostini fyrir „að finna aðferð til að rannsaka rafeindir í atómum og sameindum með örstuttum ljóspúlsum“.[5]

Remove ads

Works

  • Ferray, M; L'Huillier, A; Li, XF; Lompre, LA; Mainfray, G; Manus, C (1988). „Multiple-harmonic conversion of 1064 nm radiation in rare gases“. J. Phys. B: At. Mol. Opt. Phys. 21 (3): L31. Bibcode:1988JPhB...21L..31F. doi:10.1088/0953-4075/21/3/001. S2CID 250827054.

References

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads