Annie Leibovitz

From Wikipedia, the free encyclopedia

Annie Leibovitz
Remove ads

Anna-Lou Leibovitz (f. 2. október 1949) er bandarískur ljósmyndari sem er þekktust fyrir portrettmyndir af þekktu fólki, oft í persónulegum aðstæðum og sérkennilegum stellingum. Ein af frægustu ljósmyndum hennar er mynd af fullklæddri Yoko Ono og nöktum John Lennon í faðmlögum tekin aðeins fimm tímum áður en hann var myrtur utan við heimili þeirra í New York. Sú mynd er ein frægasta forsíðumynd tímaritsins Rolling Stone, en Leibovitz vann sem ljósmyndari fyrir tímaritið frá 1970 til 1980. Árið 1983 hóf hún störf hjá Vanity Fair og 1998 fór hún að starfa meira fyrir Vogue. Myndir hennar hafa oft vakið umtal og hneykslun, meðal annars fyrir nektaruppstillingar. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og var fyrsta konan sem hélt sérsýningu í National Portrait Gallery í Washington.[1]

Thumb
Annie Leibovitz árið 2008. Aftan við hana sést í forsíðumynd Vanity Fair af leikkonunni Demi Moore frá 1991.

Leibovitz átti í nánu sambandi við rithöfundinn Susan Sontag frá 1989 þar til Sontag lést árið 2004, en þær bjuggu aldrei saman.[2]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads