Himalajabý
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Himalajabý (fræðiheiti: Apis laboriosa[1]) er býflugnategund með útbreiðslu í Himalajafjöllum (á milli 2,500 og 3,000 mhys. í Indland, Nepal, Bútan, Myanmar, Laos, Víetnam og suður Kína). Tegundin er sú stærsta innan ættkvíslarinnar, allt að 3 sm að lengd. Hún var áður talin undirtegund risabýs, en nýlegar rannsóknir sýna fram á að hún er sjálfstæð tegund.[2]
Himalajabý safnar hunangslegi úr lyngrósum og vegna efna í þeim (grayanotoxin) getur hunangið valdið ofskynjunum. Er það fimmfalt verðmætara en venjulegt hunang. Einungis himalajabý og kákasusbý virðast hafa þol gegn eitrun af því.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads