Bambus

From Wikipedia, the free encyclopedia

Bambus
Remove ads

Bambus (fræðiheiti: Bambusoideae) er undirætt stórvaxinna hitabeltisjurta af grasaætt með holum stönglum.

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Fjölbreytni ...
Remove ads

Skipting í ættflokka

Ættartré bambus innan BOP clade grasa, eins og lagt hefur verið til með rannsóknum á grasaættinni (Poaceae) í heild[1] og á bambus sérstaklega.[2].

BOP clade
Bambusoideae

Bambuseae (viðarkenndur hitabeltis bambus)

Olyreae (jurtkenndur bambus)

Arundinarieae (viðarkenndur bambus frá tempraða beltinu)

Pooideae

Oryzoideae

Remove ads

Útbreiðsla

Thumb
Útbreiðsla bambus

Bambustegundir finnast í mismunandi loftslagi, frá köldum fjöllum til heitra hitabeltissvæða. Þær vaxa þvert yfir Austur-Asíu, frá 50°N á Sakhalin[3] til Norður-Ástralíu og vestur til Himalajafjalla á Indlandi.[4] Einnig vaxa þær í Afríku sunnan Sahara[5] og í Ameríku frá suðvesturríkjum Bandaríkjanna[6] suður til Argentínu og Síle, með suðurmörk útbreiðslu við 47°S. Á meginlandi Evrópu er ekki vitað um neinar innlendar bambustegundir.[7]

Remove ads

Ræktun og nytjar

Bambus er ræktaður um nær allan heim, bæði til skrauts og nytja (viður, pappír, trefjar í fatnað, grasalækningar og fæða). Á Íslandi hefur gulbambus verið ræktaður í áratugi.[8] Tegundir af ættkvíslinni Phyllostachys þola margar hverjar allt að -20°C.

Vaxtargerðir

Aðallega eru til tvær vaxtargerðir af bambus, annaðhvort hnausavöxtur(ekki ágengur) eða skriðull vöxtur. Hnaustegundirnar, eins og til dæmis í ættkvíslinni Fargesia, vaxa í stórum og þéttum hnausum og breiðast tiltölulega hægt út. Rótarkerfi hvers hnauss getur verið víðáttumikið og keppt kröftuglega við nærliggjandi plöntur. Skriðull bambus, eins og í ættkvíslinni Phyllostachys, getur hins vegar verið mjög ágengur og tekið yfir stór svæði á stuttum tíma.

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads