Beji Caid Essebsi

4. forseti Túnis (1926–2019) From Wikipedia, the free encyclopedia

Beji Caid Essebsi
Remove ads

Mohamed Beji Caid Essebsi (29. nóvember 1926 – 25. júlí 2019[1]) var túniskur stjórnmálamaður sem var forseti Túnis frá 31. desember 2014 þar til hann lést þann 25. júlí árið 2019. Hann hafði áður verið utanríkisráðherra landsins frá 1981 til 1986 og forsætisráðherra frá febrúar til desember árið 2011.[2][3]

Staðreyndir strax Forseti Túnis, Forsætisráðherra ...

Essebsi hafði verið virkur í túniskum stjórnmálum í um sex áratugi áður en hann varð leiðtogi landsins í kjölfar lýðræðisvæðingar þess eftir túnisku byltinguna árið 2011.[4] Essebsi var stofnandi stjórnmálaflokksins Nidaa Tounes, sem vann flest sæti í þingkosningum sem haldnar voru í landinu árið 2014. Í desember sama ár vann Essebsi fyrstu forsetakosningarnar sem haldnar voru eftir byltinguna og varð þar með fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins.[5] Essebsi hlaut um 55 prósent atkvæða á móti sitjandi forseta landsins, Moncef Marzouki.[6]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads