Ben Affleck

From Wikipedia, the free encyclopedia

Ben Affleck
Remove ads

Benjamin Géza Affleck-Boldt (fæddur 15. ágúst 1972[1]) er bandarískur leikari, leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur. Hann vakti mikla athygli á síðari hluta 10. áratugarins eftir leik sinn í myndinni Good Will Hunting. Síðan þá hefur frægð hans aukist til muna.

Staðreyndir strax Fæddur, Þjóðerni ...

Affleck tók við hlutverki leðurblökumannsins í kvikmyndaheimi DC útgáfunnar árið 2016 í kvikmyndinni Batman v Superman: Dawn of Justice.[2]

Remove ads

Fjölskylda

Ben fæddist í bænum Berkeley í Kaliforníu en eyddi æskunni í Cambridge í Massachusetts. Móðir hans, Christine Affleck, var kennari. Faðir hans, Timothy Byers Affleck, var allra þjala smiður með ýmis störf að baki t.d. barþjónn, vélvirki og leikstjóri. Bróðir Ben er leikarinn Casey Affleck.

Frá árinu 2005 til 2018 var Ben giftur leikkonunni Jennifer Garner og eignuðust þau saman þrjú börn. Árið 2002 hóf hann samband með söngkonunni Jennifer Lopez, en þau hættu saman árið 2004. 17 árum síðar tóku þau hinsvegar aftur saman og trúlofuðu sig í annað sinn árið 2022. Brúðkaupið var haldið í Las Vegas 16. júlí 2022, en hjónabandið var stuttlíft og þau skildu í febrúar 2025.

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads