Brigitte Bardot

frönsk leikkona og söngkona From Wikipedia, the free encyclopedia

Brigitte Bardot
Remove ads

Brigitte Bardot (bʁiʒit baʁˈdo) (28. september 1934) er frönsk leikkona, fyrrverandi tískusýningarstúlka, ljósmyndafyrirsæta og söngvari og kyntákn á 6. og 7. áratug 20. aldar. Hún er ákafur dýraverndarsinni og hefur barist fyrir því að selveiðar verði bannaðar. Hún hefur verið tilnefnd til BAFTA-verðlaunanna og var í hópi 100 kvikmyndaleikkvenna sem Empire magazine tilnefndi sem heitustu kyntáknin í kvikmyndasögunni.

Thumb
Brigitte Bardot árið 1962.

Eftir að hún hætti kvikmyndaleik á áttunda áratug síðustu aldar hóf hún að starfa í þágu dýraverndar og gerir það enn. Á 10. áratugnum hóf hún að ræða pólitísk málefni eins og innflytjendamál og íslam í Frakklandi og samkynhneigð.

Hún hefur verið gift fjórum mönnum. Fyrsti maður hennar var Roger Vadim (1952-1957), annar var Jacques Charrier (1959-1962), sá þriðji Gunter Sachs (1966-1969) og loks Bernard d'Ormale frá 1992.

Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads